Sparisjóður Austurlands, sem hét áður Sparisjóður Norðfjarðar, verður 100 ára í ár. Sjóðurinn var stofnaður 2. maí árið 1920 og hóf starfsemi 1. september það ár. Sparisjóðurinn er einn af fjórum á landinu og sá eini á Austurlandi. Viðskiptavinir hans koma allstaðar af landinu.
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að gengið hefur á með gulum og appelsínugulum viðvörum í meira en mánuð. Philip Vogler á Egilsstöðum samdi nýverið gargaraljóð sem hann segist hafa samið „andspænis öllum gulum og jafnvel dekkri viðvörunum“
Bæði bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og bæjarráð Fjarðabyggðar hafa sent Vestfirðingum hlýjar kveðjur í kjölfar snjóflóðanna í síðustu viku. Um leið er minnt á nauðsyn þess að halda áfram byggingu varnarmannvirkja gegn ofanflóðum um allt land.
Hljómsveitin Winter Leaves gaf út sína aðra plötu, „Cold September“ rétt fyrir síðustu jól en áður hafði sveitin gefið út litla EP plötu. Hljómsveitina skipa þau Hannes Valur Bryndísarsson og Soffía Björg Sveinsdóttir fyrrum Héraðsbúi.
Nýverið tók eskifirska fyrirtækið Tanni Travel á móti gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar, Vakanum. Vottunin gerir utanumhald á rekstri fyrirtækja betra og skilvirkara fyrir starfsfólk og stjórnendur.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni, heldur í kvöld opinn fyrirlestur í Neskaupstað um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á ástandið í sjónum.