Allar fréttir

Gul viðvörun á Austurlandi í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir Austurland en hún tekur gildi í kvöld. Búast má við að fjallvegir verða illfæri og truflunum á samgöngum í kvöld þegar þjónusta hættir. Einnig er varað við því að það gæti orðið nærri stórrstreymt vegna lágs loftþrýstings. 

Lesa meira

„Ótrúlegt hvað menn leggja á sig í þessum geira“

Á þriðja tug starfsmanna frá Landsneti og undirverktökum unnu dag og nótt síðustu vikuna fyrir jól við lagfæringar á Fljótsdalslínu 4, sem flytur rafmagn úr Fljótsdalsstöð í álverið á Reyðarfirði. Verkstjóri segir að aðstæður við viðgerðina hafi verið eins slæmar og mögulegt var án þess að hætta þyrfti við verkið. Hluti hópsins hafði þá vart sofið í viku því hann vann að viðgerðum á Dalvíkurlínu.

Lesa meira

Nauðsynlegt að greina stöðuna eftir aðventustorminn

Þrátt fyrir að Austurland hafi sá landshluti sem slapp hvað best úr úr miklu óveðri sem gekk yfir landið fyrir sléttum mánuði þrýsta forsvarsmenn sveitarfélaga á svæðinu á um að farið verið ítarlega yfir hvað gera þurfi til að koma í veg fyrir álíka vandræði og urðu víða annars staðar um land þar sem raflínur eyðilögðust þannig jafnvel varð rafmagnslaust dögum saman.

Lesa meira

Tvær þotur komu til Egilsstaða í stað Keflavíkur

Þotur frá Wizz Air og Icelandair lentu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi þar sem lokað var hægt að lenda í Keflavík. Farþegar Icelandair vélarinnar gistu eystra í nótt. Annasamt hefur verið á flugvellinum undanfarinn sólarhring.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.