Allar fréttir

Yfirheyrslan: „Ef ég finn lykt af lakkrís þá er voðinn vís“

Textíllistamaðurinn Sigrún Lára Shanko er nýflutt á Vopnafjörð. Hún starfar við að að hanna hanna og gera listræn gólf og veggteppi.  Hún hefur sýnt verk sín og selt út um allan heim. Hún er undanfarið boðið upp á námskeið í gerð drekaskrína námskeið. Sigrún er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Mjóafirði úthlutað byggðakvóta á ný

Mjóifjörður hefur fengið 15 tonnum úthlutað af byggðakvóta en engum kvóta hefur verið úthlutað þangað síðustu tvö fiskveiðiár. Stöðvarfjörður fær mest austfirskra sjávarbyggða úr almennri úthlutun byggðakvóta.

Lesa meira

Skýrir stéttskipting námsárangur frekar en búseta?

Þjóðfélagsleg staða virðist skýra betur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum heldur en búseta þeirra samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Nemendur á landsbyggðinni, þar með talið Austurlands, hafa komið töluvert lakar út úr könnununum heldur en þeir sem búa í landsbyggðinni.

Lesa meira

Hámarkshraði lækkaður á Lagarfljótsbrúnni eftir óhapp

Hámarkshraði á brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, hefur verið lækkaður niður í 15 km/klst. en viðgerðir standa yfir á brúnni. Ákvörðunin var tekin eftir að bifreið rakst utan í starfsmann í morgun.

Lesa meira

Engar marktækar fréttir um loðnu fyrr en leit hefst

Fréttir eru farnar að berast af því að loðna finnist í þroski sem veiddur hefur verið innan íslensku lögsögunnar. Samkomulag er í höfn milli Hafrannsóknastofnunar og útgerða um fjármögnun leitar en vart verður haldið af stað í loðnuleit fyrr en um miðja næstu viku.

Lesa meira

„Gætum verið samkeppnishæf við evrópsk fyrirtæki"

Vélsmiðjan Stálstjörnur á Seyðisfirði er tiltölulega lítill vinnustaður en hefur þó sinnt mjög fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin. Eitt af því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur er brúarsmíði. Frá árinu 2000 hefur fyrirtækið smíðað og komið að byggingu fimma brúa um land allt.  Síðasta haust var þar lokið við brú sem reist var yfir Þverá hjá Odda, austan við Hvölsvöll.

Lesa meira

„Draumur að gefa út disk með íslenskum þjóðlögum“

Þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og söngkennari á Héraði og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari mynda dúettinn Duo Fjara. Þau tóku upp sína fyrstu plötu í september síðastliðnum. Á plötunni, sem heitir „Náttsöngur“ er að finna íslenska tónlist, óþekktar perlur, þjóðlög, sönglög og nýjar tónsmíðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar