Allar fréttir

Golden Globe verðlaunahafi söng um ævintýri Ringo Starr í Atlavík

Hildur Guðnadóttir varð nýliðna nótt annar Íslendingurinn til að hljóta Golden Globe verðlaunin en hún fékk þau fyrir frumsamda tónlist í kvikmyndinni um Jókerinn. Áður en Hildur öðlaðist frama í kvikmyndatónlist var hún í popphljómsveit og söng þar um komu Ringo Starr á Atlavíkurhátíðina árið 1984.

Lesa meira

Landsréttur sýknaði Fljótsdalshérað af öllum kröfum VBS eignasafns

Landsréttur hefur sýknað sveitarfélagið Fljótsdalshérað af öllum kröfum VBS eignasafns ehf. en einkahlutafélagið taldi sveitarfélagið hafa gerst brotlegt með að hafna beiðni þess um framlengingu á lóðasamningi um lóð á Egilsstöðum sem er óbyggð. VBS keypti leiguréttinn að lóðinni á uppboði árið 2007.

Lesa meira

Stærsta jólatré á Austurlandi, kannski Íslandi?

Reyðfirðingarnir Sindri Brynjar Birgisson og María Emma Arnfinnsdóttir réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur nýafstaðin jól. Réttara væri að segja að þau hafi ekki ráðist á lægsta tréð.  Þau fengu sér 4,2 metra hátt tré í stofuna sem Austurfrétt telur vera hæsta tré landins hjá fjölskyldu - þangað til annað kemur í ljós.

Lesa meira

„Góðir leikmenn að koma upp úr yngri flokkastarfinu okkar"

14 leikmenn skrifuðu undir samninga við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) þann 22. desember síðastliðinn. Tólf skrifuðu undir samning vegna meistaraflokks karla og tvær stúlkur er spila með sameiginlegu liði KFF, Hattar og Leiknis. Níu skrifuðu undir sína fyrstu samninga.

Lesa meira

35.000 metrar syntir í Stefánslaug

Gamlárssund sunddeildar Þróttar fór fram á gamlársdag síðastliðinn. Syntir voru tæpir 1400 ferðir í Stefánslaug í Neskaupstað. Það gera um 35.000 metra. Var þetta fjáröflunarsund og söfnuðust rúmlega 50 þúsund krónur.  

Lesa meira

Umhverfisráðherra austur til að kynna Hálendisþjóðgarð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun halda opinn fund á Egilsstöðum á miðvikudag til að kynna tillögur um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Tillögur um þjóðgarðinn virðast vekja blendin viðbrögð meðal Austfirðinga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar