Allar fréttir
Ljósastýring á Lagarfljótsbrú
Umferð um brúna yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar verður næstu mánuði stýrt með ljósum á meðan gert verður við brúna.Fyrstu íbúðarhúsin á Seyðisfirði í tólf ár í undirbúningi
Undirbúningur er hafinn að byggingu tveggja nýrra íbúðarhúsa á Seyðisfirði en tólf ár eru liðin síðan þar var síðast byggt íbúðarhús. Bæjaryfirvöld skoða að auki byggingu íbúðakjarna fyrir 55 ára og eldri með þá von að glæða húsnæðismarkaðinn á staðnum lífi.Sameiningarkórinn – líka fyrir laglausa
Á fundi bæjarstjórnar Seyðisfjarðar fyrir rétt rúmu ári var samþykkt að skipa þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd sem myndi vinna að tillögu vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshérðaðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Umræðan fram að því hvernig ætti að velja þessa þrjá fulltrúa hafði verið á þá leið að mikilvægt væri að fulltrúar allra flokka ættu sæti í nefndinni og ekki síður mikilvægt að velja fullrúa með ólíkar skoðanir til sameiningar.Súrt að sjá á eftir selnum
Seyðfirðingur segir súrt að sjá að sjá seli sem unnt hafa sér í sambúð við mannfólk liggja eftir skotna við sjávarborð. Fyrir því kunni þó að vera gildar ástæður. Ráðherra hefur lagt til algert bann við selveiðum.Ferðamenn í vanda á bílaleigubílum á sumardekkjum
Ferðamenn á ferð um Austurland síðustu daga hafa lent í vandræðum, eða þurft að fresta för sinni, vegna þess að bílaleigubílar sem þeir eru á eru á sumardekkjum. Hætta á sektum virðist draga kjarkinn úr sumum bílaleigum við að koma flota sínum á nagladekk í tæka tíð.Menntun og samgöngur
Mig langar hér til að velta fyrir mér sameiningarhugmyndum sveitarfélaganna fjögurra út frá skólamálunum. Aðallega leik- og grunnskólunum en einnig öðrum skólagerðum.Í raun og veru veit ég ekki frekar en aðrir hvort að það sé betra að sameinast eða ekki. Ég veit hinsvegar, að sameining er í sjálfu sér bara orð. Hugsjónir og framkvæmdir í kjölfar sameiningar myndu leiða í ljós hvort að niðurstöður kosninganna leiddu til góðs eða ekki.