Allar fréttir
Sameining samþykkt á Fljótsdalshéraði
Íbúar á Fljótsdalshéraði samþykktu í dag sameiningu við Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Djúpavogshrepp.Sameining samþykkt á Borgarfirði
Íbúar á Borgarfirði eystra samþykktu í dag sameiningu við Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstað og Djúpavogshrepp.Afgerandi úrslit það jákvæðasta
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélagsins, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar segir talsverða vinnu við að undirbúa sameiningu sveitarfélaganna sem íbúar þeirra samþykktu í kosningum í dag. Eitt af því verður að finna nafn á sameinað sveitarfélag.Sameining samþykkt á Seyðisfirði
Íbúar á Seyðisfirði samþykktu í kvöld sameiningu við Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepp og Djúpavogshrepp.Lýsa ánægju með úrslit kosninganna
Forsvarsmenn sveitarstjórna Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps lýsa ánægju sinni með niðurstöður sameiningarkosninga í kvöld. Sveitarfélögin þrjú hafa ásamt Fljótsdalshéraði átt í viðræðum um sameingu undanfarið ár og var sameiningin samþykkt í sveitarfélögunum fjórum með afgrerandi hætti í dag.