Allar fréttir

Hátt í 80% kjörsókn á Djúpavogi

Kjörfundi er lokið í tveimur sveitarfélögum af fjórum þar sem í dag er kosið um sameiningu. Kjörsókn virðist ætla að verða hlutfallslega best á Djúpavogi en slökust á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Sameiningarkórinn – líka fyrir laglausa

Á fundi bæjarstjórnar Seyðisfjarðar fyrir rétt rúmu ári var samþykkt að skipa þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd sem myndi vinna að tillögu vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshérðaðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Umræðan fram að því hvernig ætti að velja þessa þrjá fulltrúa hafði verið á þá leið að mikilvægt væri að fulltrúar allra flokka ættu sæti í nefndinni og ekki síður mikilvægt að velja fullrúa með ólíkar skoðanir til sameiningar.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Kennari á daginn, pönkari á kvöldin

Ágúst Ingi Ágústsson er kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, körfuboltaþjálfari og trommuleikari hljómsveitarinnar DDT Skordýraeitur. Hljómsveitin hélt nýverið pönkrokkhátíðina Oriento im cuulus eða Austur í Rassgati. 

Lesa meira

Helgin: Meira en bara sameiningarkosningar

Þótt kosning um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Mið-Austurlandi verði að teljast til stærstu viðburða helgarinnar er ýmislegt annað í boði, svo sem kvikmyndasýningar, tónleikar, afmæliskaffi og messur sem marka tímamót.

Lesa meira

Framtíðin er í þínum höndum: Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu

Á laugardaginn kemur verður gengið til kosninga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sameiningarviðræðurnar eiga sér töluverðan aðdraganda. Sveitarfélögin fjögur reka, í samstarfi við Fljótsdalshrepp og Vopnafjarðarhrepp, sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd og brunavarnir.

Lesa meira

Vonast til að talning gangi hratt fyrir sig

Vonir standa til að úrslit í kosningum um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarfjarðarhrepps liggi fyrir um miðnætti annað kvöld. Ríflega 3500 manns eru á kjörskrá.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.