Allar fréttir

Þróttur vill endurskoða fyrirkomulag samæfinga í knattspyrnu

Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar Neskaupstað hefur lagt til að fyrirkomulag samæfinga hjá yngri flokkum Fjarðabyggðar (YFF) í 5. og 6. flokki karla og kvenna í knattspyrnu verði endurskoðað. Framkvæmdastjóri Þróttar segir hugmyndirnar settar fram til sparnaðar en þær hafa ekki enn hlotið hljómgrunn annarra félaga í samstarfinu.

Lesa meira

220 milljóna viðhald á Lagarfljótsbrúnni

Rúmar 200 milljónir eru áætlaðar í viðhald á brúnni yfir Lagarfljót í vetur. Áratugur er enn í endurbyggingu hennar. Unnið verður að fækkun einbreiðra brúa og malarkafla á lykilvegum Austurlands samkvæmt drögum að endurskoðaðri samgönguáætlun.

Lesa meira

Framkvæmdir hefjast við Fjarðarheiðargöng 2022

Til stendur að hefja framkvæmdir við Seyðisfjarðargöng strax árið 2022. Axarvegur lítur dagsins ljós á næstu fimm árum samkvæmt tillögum samgönguráðherra um endurskoðaða samgönguáætlun sem kynntar voru í morgun.

Lesa meira

Minnast mótunaráranna á Eiðum

Haldið verður upp á það um helgina að 100 ár eru síðan Alþýðuskólinn á Eiðum var settur í fyrsta sinn. Sérstök áhersla verður á tónlist í dagskrá helgarinnar auk þess sem þar verður frumsýnd heimildamynd um sögu skólans.

Lesa meira

Innanlandsflug niðurgreitt síðla árs 2020

Niðurgreiðsla á innanlandsflugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar, hin svokallaða skoska leið, mun ekki hefjast fyrr en haustið 2020. Þrýst hafði verið á að byrjað yrði á niðurgreiðslunum strax um næstu áramót.

Lesa meira

Axarvegur: Sameinuð erum við sterkari

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps fagnar því að samgönguráðherra leggi til í endurskoðaðri samgönguáætlun að framkvæmdir við veg yfir Öxi hefjist árið 2021. Greiðari samgöngur séu meðal þess sem lagt sé til grundvallar í sameiningarviðræðum hreppsins við Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar