Allar fréttir

Ferðamenn í vanda á bílaleigubílum á sumardekkjum

Ferðamenn á ferð um Austurland síðustu daga hafa lent í vandræðum, eða þurft að fresta för sinni, vegna þess að bílaleigubílar sem þeir eru á eru á sumardekkjum. Hætta á sektum virðist draga kjarkinn úr sumum bílaleigum við að koma flota sínum á nagladekk í tæka tíð.

Lesa meira

Menntun og samgöngur

Mig langar hér til að velta fyrir mér sameiningarhugmyndum sveitarfélaganna fjögurra út frá skólamálunum. Aðallega leik- og grunnskólunum en einnig öðrum skólagerðum.

Í raun og veru veit ég ekki frekar en aðrir hvort að það sé betra að sameinast eða ekki. Ég veit hinsvegar, að sameining er í sjálfu sér bara orð. Hugsjónir og framkvæmdir í kjölfar sameiningar myndu leiða í ljós hvort að niðurstöður kosninganna leiddu til góðs eða ekki.

Lesa meira

Sameinuð og samkeppnishæf

Nú ber hæst um þessar mundir að efna á til kosninga um sameiningu sveitarfélagana Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar. Rétt er að halda til haga að undirritaður sat í fjölskipaðri samstarfsnefnd viðkomandi sveitarfélaga á síðasta kjörtímabili, þar sem hrundið var í framkvæmd skoðanakönnun þar sem leitast var við að kanna hug íbúa til sameininga. Er skemmst frá því að segja að niðurstaða úr skoðanakönnun þessari gaf fullt tilefni til að taka upp formlegar viðræður meðal þeirra sveitarfélaga sem nú verður kosið um þann 26. október.

Lesa meira

Ljósastýring á Lagarfljótsbrú

Umferð um brúna yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar verður næstu mánuði stýrt með ljósum á meðan gert verður við brúna.

Lesa meira

Fyrstu íbúðarhúsin á Seyðisfirði í tólf ár í undirbúningi

Undirbúningur er hafinn að byggingu tveggja nýrra íbúðarhúsa á Seyðisfirði en tólf ár eru liðin síðan þar var síðast byggt íbúðarhús. Bæjaryfirvöld skoða að auki byggingu íbúðakjarna fyrir 55 ára og eldri með þá von að glæða húsnæðismarkaðinn á staðnum lífi.

Lesa meira

Súrt að sjá á eftir selnum

Seyðfirðingur segir súrt að sjá að sjá seli sem unnt hafa sér í sambúð við mannfólk liggja eftir skotna við sjávarborð. Fyrir því kunni þó að vera gildar ástæður. Ráðherra hefur lagt til algert bann við selveiðum.

Lesa meira

„Hluti af lýðræðinu að hver og einn myndi sína skoðun“

Djúpavogsskóli ætlar ekki að birta niðurstöður skuggakosninga um sameiningu sveitarfélaga, sem fram fór í skólanum nýverið, strax líkt og aðrir skólar hafa gert í Fljótsdalshéraði, á Seyðisfirði og í Menntaskólanum á Egilstöðum. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.