Allar fréttir

Farþegar pöntuðu sér rútu til að komast til Reykjavíkur

Yfir 100 farþegar sem áttu bókað far með Wizz Air til Keflavíkur í gærkvöldi biðu í flugstöðinni á Egilsstöðum uns þeir voru sóttir með rútum í morgun. Hluti farþeganna er enn fastur eystra og eiga erfitt með að finna leið þar sem allir bílaleigubílar staðarins eru uppbókaðir.

Lesa meira

Helgin: Haustroði og bleik messa

Nóg verður um að vera í Herðubreið í dag því Haustroði hefst þar með málverkasýningunni Veröld eftir Rúnar Loft Sveinsson verður opnuð í dag en tónlistarmaðurinn landskunni KK verður einnig með tónleika þar í kvöld. 

Lesa meira

Ný jarðgöng á Mið-Austurlandi skipta miklu máli

Ég kom til Seyðisfjarðar sumarið 1984 til að undirbúa tölvunámskeið með Apple IIE-vélum og kynna heimafólki þá byltingu sem þá var í uppsiglingu. Að koma úr rigningunni úr Reykjavík og á þennan dýrðarstað var ógleymanleg upplifun. Stafalogn og suðrænt veður og fólkið tók á móti okkur eins og hér væru þjóðhöfðingjar á ferð. Síðan hefur Seyðisfjörður með sínum háu fjöllum og fallegu húsum skipað viðhafnarsess í mínum huga.

Lesa meira

Tvær flugvélar Wizz Air lentu á Egilsstöðum

Tvær flugvélar frá ungverska flugfélaginu Wizz Air lentu á Egilsstaðaflugvelli upp úr klukkan sex í kvöld vegna óveðurs í Keflavík. Á fimmta hundrað farþega voru með vélunum.

Lesa meira

Snýst um að sameina sveitarfélög, ekki samfélög

Deiliskipulag og staðbundnar gjaldskrár verða verkefni heimastjórna verði Fljótsdalshérað, Djúpavogshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Borgarfjarðarhreppur sameinuð í eitt sveitarfélag. Sveitarstjóri Djúpavogshrepps segir lagt upp með að heimastjórnirnar hafi raunverulegt vald.

Lesa meira

Spyr börnin í danskennslunni hvað amma þeirra heitir

Þrjátíu ár eru í haust liðin síðan Dansskóli Guðrúnar Smára í Neskaupstað tók til starfa. Guðrún hefur á þessum tíma kennt fleiri en einni kynslóð Austfirðinga að dansa og er enn að undir merkjum skólans.

Lesa meira

Lúxus síldarvertíð

Gengið hefur vel að veiða síld fyrir austan land og vinnsla á henni í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur verið samfelld undanfarið. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar