Allar fréttir

Nýtt hljóðver opnar á Stöðvarfirði

Hljóðverið Stúdió Síló sem tilheyrir Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði verður formlega opnað næstkomandi sunnudag. Hljóðverið hefur verið í byggingu undanfarin misseri og tók til starfa í sumar. 

Lesa meira

Eskja selur Hafdísi SU

Útgerðarfélagið Eskja á Eskifirði hefur selt línubátinn Hafdísi SU-220. Báturinn er seldur án allra aflaheimilda.

Lesa meira

Vopnafjörður: Sáttatónn sleginn undir lok hitafundar um lífeyrismál

Ásakanir gengu milli talsmanna sveitarstjórnarinnar Vopnafjarðarhrepps og Afls Starfsgreinafélags á íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Miklagarði í gær. Efni fundarins var uppgjör vangoldinna iðgjalda sjóðsfélaga sem störfuðu hjá hreppnum á árabilinu 2005-2016. Báðir deiluaðilar létu í það skína að þeir væru tilbúnir að stefna málinu fyrir dóm en sáttatónn var sleginn þegar leið á fundinn.

Lesa meira

Endurbætt hjúkrunarrými í Neskaupstað á áætlun

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að bæta endurbættum hjúkrunarrýmum á hjúkrunardeild umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað við framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2024.

Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar á laugardag

Tæknidagur fjölskyldunnar fer fram laugardaginn 5. október næstkomandi í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands. Þetta er í sjöunda sinn sem Tæknidagurinn verður haldinn og að venju er hann tileinkaður tækni og vísindum. Fjöldi fyrirtækja kemur saman og kynnir starfsemi sýna. 

Lesa meira

Segið já 26. október - Fjárhagslega sterkara sveitarfélag

Sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður sterkara og betur í stakk búið til að sinna verkefnum sínum en hvert og eitt þessara sveitarfélaga fyrir sig. Geta sveitarfélagsins til fjárfestinga eykst og stærri eining er síður viðkvæm fyrir áföllum sem haft geta áhrif á tekjustofna þess.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.