Sara Elísabet Svansdóttir hefur verið valin úr hópi sautján umsækjenda um skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps. Um að að ræða starf sem skilgreint hefur verið upp á nýtt í kjölfar skipulagsbreytinga. Tæplega tuttugu einstaklingar sóttu um starfið.
Klámmynd, tekin upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, fór í dreifingu á vinsælli klámvefsíðu í stuttan tíma í lok júní. Norðfirðingar bíða spenntir eftir næsta þorrablóti.
Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er að hafa stungið annan mann með hnífi í heimahúsi í Neskaupstað í síðustu viku.
Þrjár ungar stelpur á Vopnafirði söfnuðu nýverið rúmlega 8000 krónum til styrktar Rauða krossinum. Þær fóru af stað með þá hugmynd að láta gott af sér leiða.
Afrakstur listasmiðja sem verið hafa í gangi á LungA hátíðinni á Seyðisfirði verður sýndur klukkan fimm í dag. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja hana hafa gengið vel þótt þeir hefðu kosið betra veður í vikunni.
Nauðsynlegt er að fjallahjólafólk fái leyfi landeigenda til að hjóla um leiðir sem ætlaðar eru göngufólki, segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Eftir sé að taka umræðuna um svæði fyrir vaxandi áhuga á fjallahjólreiðum.