Margir Egilsstaðabúar ráku upp stór augu í dag þegar grá herflutningavél lenti á flugvellinum laust eftir hádegi. Um var að ræða vél frá norska flughernum sem ber nafnið Idunn.
Síðasta föstudag var svausturland.is, upplýsingavefur um viðræður fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi opnuð. Síðunni er ætlað að miðla upplýsingum um framgang vinnunnar.
„Markmiðið með námskeiðunum er að valdefla og hvetja konur til þess að taka þátt og hafa áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar,” segir Kristín Heba Gísladóttir sem stendur fyrir námskeiðinu Konur taka af skarið á Egilsstöðum á laugardaginn.
Frumkvöðlar á landsbyggðinni geta þurft að yfirstíga háa þröskulda í formi ferðakostnaðar til að geta haft aðgang að stuðningi sem frumkvöðlum á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða. Slíkt er vont fyrir svæði sem þurfa sárlega á nýsköpun að halda.
Það var áhugavert að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á fundi á Egilsstöðum nýverið þar sem hún hét úttekt á framlögum ríkisins til nýsköpunar- og rannsókna á landsvísu. Þetta voru viðbrögð hennar eftir stutta ferð um Hérað þar sem hún sagði alla sem hún hefði rætt við hafa hafa bent á að takmarkað fé skilaði sér út á land úr ýmsum styrktarsjóðum ríkisins.
„Hægt og rólega, á mjög mjúkan hátt munum við ná að gera starf Villikattanna óþarft vegna þess að kettirnir ná ekki að fjölga sér,” segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, en sveitarfélagið undirritaði á dögunum samning við dýraverndunarfélagsið Villikettir á Austurlandi með það að markmiði að félagið sjái um föngun vergangs- og villikatta á svæði þess.