Vefurinn Ættir Austfirðinga var formlega opnaður á fullveldishátíð Íslendinga þann 1. desember síðastliðinn. Það er Menntaskólinn á Egilsstöðum sem stendur að og heldur utan um vefinn.
„Það er ekki alltaf nóg að hafa góða hugmynd það þarf líka teymi sem þekkir viðskiptaheiminn og hjálpar til við að koma hugmyndinni á framfæri,” segir Berglind Häsler, verkefnastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Evris, sem heldur kynningarfund á Austurlandi í samvinnu við Austurbrú á miðvikudaginn.
Nú stendur til á vegum bæjarins föngun og fækkun flækingskatta með tilheyrandi stóryrðum kattareigenda um sveitafélagið og eins um þá menn sem einungis vinna þau störf sem þeim eru falin. Ég mun ekki rekja ósmekklega orðanotkun sem birtist á samfélagsmiðlunum, heldur lýsa viðhorfum mínum, því ég er einn af þeim sem vill vera laus við ágang katta á minni lóð og þann sóðaskap sem því fylgir.
Nokkrar minniháttar skemmdir urðu á vegum austan lands í rigningum og leysingum um helgina. Verið er að laga þjóðveginn í botni Berufjarðar sem fór illa í vætutíðinni.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti á fundi sínum í gær breytingar á skipulagi sveitarfélagsins. Til verður nýtt svið umhverfis- og skipulagsmála og ráðinn verður mannauðsstjóri. Þegar hefur verið ráðist í breytingar á yfirstjórn hafnarmála.
Oddviti Vopnafjarðarhrepps segir það koma illa við íbúa þar ef tillögur um að niðurgreiðslu flugs þangað verði hætt. Vegasamgöngur dugi ekki til að bæta upp þann skaða sem verði ef fluginu verður hætt.