Hætt er við að þeir sem starfa við sjávarútveg missi stóra spón úr aski sínum verði ekkert úr loðnuvertíð. Enn er haldið í vonina því þekkt er að enn séu góðar líkur á veiðum upp úr miðjum mars.
„Það er áskorun fyrir alla að leggja frá sér símana í tólf tíma án þess að upplifa að maður sé að missa af einhverju,” segir Eva Jónudóttir, verkefnastjóri verkefnisins Heilsueflandi samfélag á Seyðisfirði, sem stendur fyrir símalausum samverusunnudegi á Seyðisfirði um helgina.
Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann í allt að átta vikur vegna aðildar sinnar að flutningi fíkniefna til og frá landinu. Annar einstaklingur er í haldi vegna málsins. Grunur er um að Íslendingar tengist því.
Tæpa tvo vinnudaga þurfti til að koma beltagröfu til Mjóafjarðar til að hreinsa til eftir krapaflóð í Borgeyrará um síðustu helgi. Lagfæringar á árfarveginum hófust loks í gær.
Næsta umferð loðnuleitar hefst um helgina þegar skipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq láta úr höfn. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir grafalvarlega stöðu uppi ef engin loðna finnst.