Grænlenska skipið Polar Amaroq kom til hafnar í Neskaupstað í gær með 1.800 tonn af kolmunna en í veiðiferðinni voru Poseidon hlerar í fyrsta sinn reyndir við uppsjávarveiðar.
Þrír grunnskólar á Austurlandi fengu úthlutað styrkjum frá sjóðnum Forritarar framtíðarinnar undir árslok 2018. Tilgangur sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Mikill áhugi Vopnfirðinga á knattspyrnu, sem virðast mæta jafnt á leiki meistaraflokks sem yngri liða, kemur mörgum mótherjum sem þangað koma á óvart. Landfræðilegar aðstæður gera það að verkum að mikla þrautseigju þarf í að halda úti liðinu.
Ég sit hér í heita pottinum við Sundlaug Eskifjarðar og reyni að slaka og mýkja vöðvana eftir æfingu. Mér er litið á steingráa klumpinn sem kallast veggur og drottnar yfir pottunum. Veggurinn er yfirþyrmandi dökkur og þvingandi að horfa á. Eitt hvítt A4 blað hangir á veggnum, plastað. Þar stendur: „NOTICE, No Cameras, No Cell Phones, No Video.“
Karlalið Þróttar náði fjórum stigum út úr tveimur leikjum við Álftanes um helgina meðan kvennaliðið tapaði sínum leik. Þjálfari liðsins segir misjafnt gengi beggja liða í vetur eiga rót sína í reynsluleysi.
Eskfirðingurinn Anna Hallgrímsdóttir segir það sitt mesta ríkidæmi að hafa eignast góða og stóra fjölskyldu. Hún segir lykilinn að langlífi og hreysti vera að taka inn lýsi.