Allar fréttir

Ekki annað hægt en heillast af sögu Hans Jónatans

Heimildamynd um sögu Hans Jónatans, fyrsta þeldökka einstaklingsins sem mun hafa sest að á Íslandi, verður sýnd á RÚV í kvöld. Handritshöfundurinn segir það hafa eflt tenginguna við sögupersónuna að koma á slóðir hennar á Djúpavogi.

Lesa meira

Ísing lamaði Lagarfossvirkjun

Ísing í Lagarfossvirkjun varð til þess að báðar vélar stöðvarinnar slógu út aðfaranótt mánudags. Nokkurn tíma getur tekið að losna við ísinguna og koma orkuvinnslu aftur á fulla ferð.

Lesa meira

Ríflega 160 Austfirðingar fastir í ítölsku Ölpunum

Austfirðingar eru um helmingur þeirra 300 Íslendinga bíða eftir að komast heim frá ítalska skíðaþorpinu Livigno. Mikil snjókoma hefur sett allar ferðaáætlanir úr skorðum en Austfirðingarnir áttu að fljúga heim í dag.

Lesa meira

Hraðinn lækkaður við fjórar brýr á Austurlandi

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst við allar einbreiðar brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði yfir árið. Ákvörðunin nær til fjögurra brúa á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs.

Lesa meira

Skíðafarar komnir heim

Um 160 Austfirðingar, sem í gær voru innlyksa í ítalskri skíðaparadís, lentu á Egilsstöðum um klukkan hálf þrjú í dag. Þjálfari í hópnum segir heimferðina hafa gengið vel.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.