Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti.
Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst við allar einbreiðar brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði yfir árið. Ákvörðunin nær til fjögurra brúa á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs.
Um 160 Austfirðingar, sem í gær voru innlyksa í ítalskri skíðaparadís, lentu á Egilsstöðum um klukkan hálf þrjú í dag. Þjálfari í hópnum segir heimferðina hafa gengið vel.
Fiskeldisfyrirtækin Laxar og Fiskeldi Austfjarða stefna að því að bæta verulega í framleiðslu sína á Austfjörðum á árinu. Þörf er á verulegri uppbyggingu á þjónustu í landi.
Belgíski sjónvarpsmaðurinn Tom Waes gerði sér far um að heimsækja sem flesta íbúa Mjóafjarðar í þætti sem sendur var út þar í landi um áramótin. Tom fær þar að kynnast friðsældinni í firðinum, einangruninni og ástríðu íbúanna fyrir staðnum sínum.
Heimildamynd um sögu Hans Jónatans, fyrsta þeldökka einstaklingsins sem mun hafa sest að á Íslandi, verður sýnd á RÚV í kvöld. Handritshöfundurinn segir það hafa eflt tenginguna við sögupersónuna að koma á slóðir hennar á Djúpavogi.
Ísing í Lagarfossvirkjun varð til þess að báðar vélar stöðvarinnar slógu út aðfaranótt mánudags. Nokkurn tíma getur tekið að losna við ísinguna og koma orkuvinnslu aftur á fulla ferð.