Myndband sem skipverjar á Aðalsteini Jónssyni, skipi Eskju, tóku upp á leið heim af veiðum á Færeyjamiðum hefur vakið nokkra athygli. Það sýnir útsýnið úr brúnni þegar skipið nálgast Austfirði.
15,5 stiga hiti mældist á Seyðisfirði á ellefta tímanum í morgun sem verður að teljast óvenju hlýtt fyrir einn af fyrstu dögum janúarmánaðar. Seyðfirðingur segir íbúa gleðjast yfir góðu veðri þótt þeir séu ekki óvanir stökum hlýindadögum að vetri til.
„Mikill áhugi er á vefnaðarnáminu og höfum við reynt að svara þeirri eftirspurn þegar færi gefst,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hússtjórnarskólans í Hallormsstað, en boðið verður upp á tveggja vikna vefnaðarnám við skólann á voröninni.
Verslun Bílanausts á Egilsstöðum var ekki opnuð í morgun þar sem rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðvaður. Tveir mánuðir eru síðan verslunin opnaði á nýjum stað eftir gagngerar endurbreytingar.
Mikilvægt er að foreldrar eigi samtöl við börn sín um þær hættur sem felast í notkun samskiptaforrita og skapa öruggt umhverfi til að börnin geti leitað stuðnings ef þau lenda í ógöngum. Máli skiptir er að efla sjálfsöryggi ungmenna þannig þau geti sett í mörk í samskiptum sínum.