Allar fréttir

Hátíðarávarp á fullveldishátíð

Árið 1918 varð eldgos á Íslandi. Því fylgdu jarðskjálftar, jökulhlaup og gjóskufall. Í marga daga rigndi þurri eldfjallaösku úr gráum skýum, og þakti hálft Ísland. Agnirnar spýttust upp, sveimuðu um í loftinu, dreifðu úr sér og settust á landið. Það er sagnorðið sem er notað til að lýsa hvernig eldfjallaaska hegðar sér – hún sest. Alveg eins og ryk sest á bókahillur, eða einhver sem kemur þreyttur heim úr vinnunni sest niður í hægindastól, nema askan og rykið kunna ekki að standa upp. Aska sest, hraun rennur og jöklar hlaupa. Þetta þekkjum við, enda er Ísland köld eyja sem fæddist í eldgosi upp úr hafinu.

Lesa meira

Snjóflóð tók lyftuskúr í Oddsskarði

Töf verður á að hægt verði að opna byrjendabrekkuna á skíðasvæðinu í Oddsskarði eftir að snjóflóð hreif með sér lyftuskúrinn þar um helgina.

Lesa meira

Farþegar skelkaðir eftir ókyrrð yfir Egilsstöðum

Farþegum sem voru um borð í flugvél Air Iceland Connect sem snúið var frá Egilsstaðaflugvelli rétt fyrir lendingu var boðin áfallahjálp þegar þeir komu aftur til Reykjavíkur. Óvænt og mikil ókyrrð varð til þess að hætt var við lendingu.

Lesa meira

Helgin: „Eins og jólin hefðu gubbað á sviðið“

„Leikþættirnir gerast á mismunandi stigum jólaundirbúnings. Sá fyrri í október, en sá seinni á aðfangadag. Við hönnun leikmyndar þess seinni var markmiðið okkar að láta líta út eins og jólin hefðu gubbað á sviðið. Og ég held að okkur hafi alveg tekist það," segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, annar tveggja leikstjóra á jóladagskrá Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Jól í poka.

Lesa meira

„Fólk var bara hrært yfir þessu“

Nýstofnuð Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt sína fyrstu tónleika 1. desember. Húsfyllir var á tónleikunum, sem haldnir voru í Menningarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, þar sem brot úr nokkrum frægustu sinfóníuverkum heims voru leikin.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar