Ingunn Snædal sækist eftir 4.-5. sæti í forvali VG
Ingunn Snædal býður sig fram í 4.-5. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer 28. febrúar næstkomandi.
Ingunn Snædal býður sig fram í 4.-5. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer 28. febrúar næstkomandi.
Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór er 46 gamall, fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hann starfar nú sem prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann var um skeið efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og forstjóri fjárfestingabankans Askar Capital. Í 11 ár veitti hann Hagfræðistofun Háskóla Íslands forstöðu. Þá hefur Tryggvi Þór hefur verið ráðgjafi í efnahagsmálum fyrir stjórnvöld í ýmsum löndum og hjá fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðasamtökum, m.a hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tryggvi Þór er með doktorspróf í Hagfræði frá Háskólanum í Árósum.
Hrafnkell Lárusson býður sig fram í 5-6 sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fer fram 28. febrúar næstkomandi.
Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum er nú við æfingar og keppni í Winter Park í Colorado en hún kom fyrst á námskeið IF og VMÍ árið 2000. Hún fékk mikinn áhuga á skíðum, fékk stuðning til að kaupa skíðasleða og faðir hennar lærði á skíði til að geta fylgt henni eftir. Erna hefur nú náð þeim árangri að hún æfir og keppir með landsliði USA í Winter Park en samstarf ÍF, VMÍ og NSCD í Winter Park felst m.a. í að aðstoða fatlað íslenskt skíðafólk sem vill æfa erlendis.
Námskeið Íþróttasambands Fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park Colorado, USA, fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Meðal þátttakenda var María Sverrisdóttir frá Egilsstöðum og naut hún aðstoð föður síns við að stýra skíðasleða sem sérhannaður er fyrir hreyfihamlaða.
Ályktun starfsfólks Grunnskólans á Eskifirði samþykkt á fundi 18. febrúar.
Starfsfólk Grunnskólans á Eskifirði lýsir stuðningi við Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og harmar þá stöðu sem komin er upp í samskiptum hans við yfirstjórn HSA.
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri, býður sig fram í 1. til 2. sæti hjá Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.