Myndir frá mótmælafundinum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gær eru komnar inn í myndasafn Austurgluggans. Um níutíu manns héldu út í hundslappadrífuna sem veðurguðirnir buðu upp á.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur lagt til við bæjarstjórn að sex nefndir innan sveitarfélagsins verði sameinaðar í þrjár.
Byggingar- og skipulagsnefnd á að sameina þjónustunefnd, íþrótta- og frístundanefnd menningarnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd sameinist dreifbýlis- og hálendisnefnd. Talið er að með þessum hætti megi draga verulega úr stjórnsýslulegum útgjöldum bæjarfélagsins.
Í liðinni viku var þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn eins og flestir vita, en hvað þýðir þetta í raun fyrir lítil samfélög eins og Fáskrúðsfjörð? Jú það að til dæmis bara Loðnuvinnslan hf. fær í sinn hlut um það bil 275 tonn, sem er að sögn Kjartans Reynissonar útgerðastjóra hartnær mánaðar vinnsla til sjós og lands og munar um minna.
Í dag opnaði ný sýning í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu; Kaldar strendur – heitir straumar. Um er að ræða samsýningu tólf íslenskra og norskra listamanna á málverkum, textíl, ljósmyndum og myndbandsverkum. Þau hafa áður verið sýnd á þremur sýningum í Norður-Noregi í tengslum við menningarsamstarf Austurlands og Noregs.
„Við heimtum kosningar í vor og ég krefst þess af þjóð minni að hún standi upp og geri sig gildandi í umræðunni nú þegar; að hún fari þær leiðir sem færar eru til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson á mótmælafundi á Egilsstöðum í dag.