Allar fréttir

Nýr framkvæmdastjóri Vísindagarðs

Stjórn Vísindagarðsins ehf. á Egilsstöðum hefur ráðið Pétur Bjarnason í stöðu framkvæmdastjóra. Hann hóf störf 1. janúar og tekur við af Ívari Jónssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri Vísindagarðsins frá 15. júní 2007.

petur20bjarnason.jpg

Lesa meira

Stútfullur Austurgluggi af forvitnilegu efni

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Stöðfirðinginn Svövu Magnúsdóttur um einkar forvitnilegt borðspil sem snýst um helstu trúarbrögð veraldar, Sonju Björk Jóhannsdóttur, íþróttamann Hattar árið 2008 og Garðar Bachmann Þórðarson kvikmyndagerðarmann á Seyðisfirði. Fjallað er um áhugaverð tækifæri í atvinnusköpun fyrir fólk í dreifbýli, búsifjar bænda í Jökulsárhlíð vegna garnaveiki og helstu fréttir. Að auki eru birtar aðsendar greinar sem fjalla um allt frá erfiðu hlutskipti fyrirtækja í fjórðungnum til opnunartíma bókasafnsins í Neskaupstað. Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar skrifar um byggðaáætlun fram til 2013 og forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga fjallar um mikilvægi staðbundinna fjölmiðla.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

Klassavörn á kostnað sóknarinnar

Höttur tapaði fyrir Haukum 58-51 í 1. deild karla í körfuknattleik um seinustu helgi. Þjálfari liðsins segist samt ánægður með frammistöðuna.

bayo_korfuboltakall_005_unnin_vefur.jpg

Lesa meira

Ólöf mun beita sér fyrir að Norðfjarðargöngum verði ekki frestað

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi og varaformaður samgöngunefndar Alþingis, hét því á almennum stjórnmálafundi í Neskaupstað í vikunni að fylgja því fast á eftir á þingi að Norðfjarðargöngum yrði ekki frestað frekar en orðið er. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði við sama tækifæri að settur yrði lögreglustjóri á Austurlandi og skilið á milli valds sýslumanna og lögreglustjóra og sýslumanna og tollgæslunnar.

lf_nordal_vefur.jpg

Lesa meira

Samgönguverkefnum frestað en ekki hætt við þau

Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði á almennum stjórnmálafundi á Djúpavogi í gærkvöld að ekki hefði verið ákveðið endanlega hvernig samgönguframkvæmdum verður forgangsraðað, en þær myndu allar frestast eitthvað. Ráðuneytið veit ekki enn hvað það mun hafa úr að spila á næstu tveimur til þremur árum og það mun ekki skýrast fyrr en líða tekur á þetta ár.

41_11_59---stop-usa-road-sign_web.jpg

Lesa meira

Sveinbjörn til Grindavíkur

Knattspyrnumaðurinn Sveinbjörn Jónasson er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur. Sveinbjörn, sem er á 23ja aldursári, gerði þriggja ára samning við Grindavík.

 

Lesa meira

Útgerðir horfa til gulldeplu

Útgerðir leita nú nýrra leiða í afla þar sem útlitið á loðnu er ekki beisið og bróðurpartur síldar sem veiðist ekki hæfur til manneldis. Auk Hugins VE, sem verið hefur við tilraunaveiðar á laxsíld, er Birtingur á leið í leit að henni og Loðnuvinnslan að gera skip og veiðarfæri klár í hið sama.

punktalaxasild.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar