Grasrót Framsóknar á Austurlandi vill Sigmund Davíð sem leiðtoga
Framsóknarmenn á Austurlandi skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðing og fyrrverandi fréttamann, að gefa kost á sér sem leiðtoga Framsóknarmanna.
Framsóknarmenn á Austurlandi skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðing og fyrrverandi fréttamann, að gefa kost á sér sem leiðtoga Framsóknarmanna.
Mest selda ljóðabók ársins Eg skal kveða um eina þig, alla mína daga, hefur verið valin besta íslenska ljóðabókin 2008 af starfsfólki bókaverslana. Þórarinn Hjartarson tók saman ástarljóð Páls Ólafssonar og er þetta í fyrsta sinn sem þeim er öllum safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti.
Þetta er í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt af Félagi starfsfólks bókaverslana og taka bóksalar hvaðanæva af landinu þátt í kjörinu. Verðlaunin eru veitt í sjö flokkum.
Austfirðingurinn Helgi Guðmundsson hefur sent frá sér nýja bók; Til baka. Hún fjallar á gamansaman, en jafnframt grafalvarlegan hátt, um nöturlega lífsreynslu sem höfundur lendir í á sjúkrahúsi er hann gengst undir smávægilega aðgerð en hafnar fyrir mistök læknis í langvarandi lífshættu.
Austfirskt karnival, Listasmiðja Norðfjarðar, Tengslanet austfirskra kvenna, Slysavarnadeildin Hafdís og Björgunarsveitirnar Gerpir, Ársól, Hérað og Bára voru meðal þeirra sem í gær fengu afhenta styrki frá Alcoa til samfélagsmála á Austurlandi. Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa á Íslandi afhenti styrkina í jólahlaðborði starfsmanna álversins í hádeginu í gær.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir sendi vefnum þessa fallegu mynd af börnum í Þrótti Neskaupstað. Þau voru að æfa blak á síðustu æfingu fyrir jól í náttfötunum í vikunni. Nú eru þau öll komin í jólafrí og undirbúningur hátíðarinnar í algleymingi.
Flottir krakkar!
Starfsmannaleigan Nordic Construction Line (NCL) í Lettlandi, sem er í eigu sömu manna og GT verktakar í Hafnarfirði, var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til að greiða tólf lettneskum verkamönnum vangoldin laun. Þeir höfðu unnið við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Nema greiðslur rúmum þremur milljónum króna og eru vegna launa á uppsagnarfresti og annarra vangoldinna launa.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.