Vel hefur gengið að slátra eldisþorski hjá fiskeldi HB Granda á Djúpavogi en slátrun hófst í fyrradag. Byrjað er að vinna þorskinn í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi en þaðan fór hluti afurðanna ferskur í flugi á erlendan markað í gær. Þær afurðir eru nú komnar í kæliborð verslana ytra.
Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fer fram í kvöld. Á síðasta móti fyrir ári voru tæplega hundrað keppendur og keppnin sérstaklega spennandi. Bæði þurfti bráðabana í útsláttakeppninni og úrslitaspilinu. Mótið verður í Nýheimum og hefst kl. 20 í kvöld. Þátttökugjald er það sama og fyrir tólf árum eða 500 krónur og frítt fyrir grunnskólanemendur.
Bíll valt í Hamarsfirði í gærdag. Fjórir voru í bílnum en slösuðust ekki og þykir það mildi. Sjúkrabifreið kom á vettvang en þegar til kom þurfti einungis einn úr bílveltunni minni háttar aðhlynningu á heilsugæslunni á Djúpavogi, vegna höfuðhöggs. Bíllinn er ónýtur.
Fyrirgefðu, þetta voru bara viðskipti...Ég var alinn upp við það að sýna skuli heiðarleika í öllum samskiptum og að orð skulu standa. Eitt sinn þegar ég var búinn að tapa verulegum fjármunum á samstarfi við samstarfsaðila sagði hann við mig: ,,Sorrý, þetta voru bara viðskipti, ert þú ekki vinur minn?“
Útlit er fyrir að ágætt veður verði til að kveðja gamla árið með brennum og flugeldaskotum og fagna nýju. Besta veðrinu er spáð á Austurlandi. Veðurstofa Íslands spáir því að um miðjan dag á gamlársdag verði hæg austanátt með éljagangi sunnanlands, nokkuð samfelldri slyddu eða snjókomu. Á miðnætti er reiknað með stöku éljum með austanáttinni. Spáð er úrkomulausu norðaustanlands.
Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun. Flugeldasalan er helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Útköllum hafi fjölgað mikið og telji nú um 1500 á ári.