Allar fréttir

Fellamenn óttast um tónlistarskóla

Hundrað fimmtíu og þrír íbúar Fellahrepps hins forna vilja að horfið verði frá hugmyndum bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að sameina Tónlistarskólann í Fellum Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Velunnarar skólans í Fellum gengu í hús í lok nóvember og söfnuðu undirskriftum þar að lútandi. Allir nema fjórtán rituðu undir yfirlýsingu þessa efnis og var hún afhent bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd sveitarfélagsins vill halda undirbúningi að sameiningu áfram.

crbs0690870.jpg

Lesa meira

Stór hluti Brúaröræfa enn þjóðlenda

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar I, Sigvarðs Halldórssonar og Brúar II, Stefáns Halldórssonar, á Fljótsdalshéraði. Þeir kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal. Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal, ásamt Jökulsárhlíð. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur í dag.

Senda Mæðrastyrksnefnd skötu

Fiskhöllin í Fellabæ ætlar að senda Mæðrastyrksnefnd fimmtíu kíló af kæstri skötu og styðja þannig við úthlutun nefndarinnar til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jólin. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur þegar sent á fimmta tonn af frystri ísu til Mæðrastyrksnefndar. Þá mun Landsvirkjun láta prestum á Héraði í té kjöt fyrir jólin fyrir þá sem þess þurfa með og Lionsklúbburinn Múli hvetur fólk til að leggja fryst kjöt eða fisk inn hjá Flytjanda á Egilsstöðum og verður þeim matvælum dreift til fólks á Héraði fyrir jólin.

skata4-s.jpg

Hrein orka til eldri borgara

Toyota á Austurlandi og Austfjarðaleið buðu eldri borgurum á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð í heimsókn í gærdag. Haldið var fræðsluerindi um útblástursmengun á heimsvísu og framtíðarlausnir í bílaiðnaði til að lágmarka eldsneytisnotkun úr óendurnýjanlegum auðlindum. Toyota er með vistvænan bíl á sínum snærum, Toyota Prius, og býður starfsmönnum sínum hann til afnota í eina viku hverjum, svo þeir megi kynnast því af eigin raun að aka slíku farartæki.

vetni2.jpg

Lesa meira

Framlag til sveitarfélaga vegna samdráttar í aflamarki ákveðið

Samgönguráðherra hefur ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu.

 is.jpg

Lesa meira

Nýjungar í sorphirðumálum á Héraði

Fljótsdalshérað og Íslenska gámafélagið hafa gert með sér samning um þriggja tunnu sorphirðukerfi í sveitarfélaginu. Samningurinn nemur þrjúhundruð milljónum króna til sjö ára og mun breyta sorphirðukerfinu í grundvallaratriðum.

alaskadump-450076-001-sw.jpg

Lesa meira

Atvinnuleysi eykst

Atvinnuleysi hefur aukist talsvert á Austurlandi síðustu daga. Í dag eru samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar 120 karlar skráðir atvinnulausir og 80 konur. Í upphafi mánaðarins voru um 140 skráðir. Athygli vekur að yfirleitt hafa konur verið fleiri á atvinnuleysisskrá á Austurlandi en hrun byggingarverktakafyrirtækja undanfarið gerir að verkum að fleiri karlmenn eru nú á skránni. Vinnumálastofnun á Austurlandi gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni enn aukast í fjórðungnum í þessum mánuði.

020118114032welding_101_t.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar