Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir Austurland en hún tekur gildi í kvöld. Búast má við að fjallvegir verða illfæri og truflunum á samgöngum í kvöld þegar þjónusta hættir. Einnig er varað við því að það gæti orðið nærri stórrstreymt vegna lágs loftþrýstings.
Á þriðja tug starfsmanna frá Landsneti og undirverktökum unnu dag og nótt síðustu vikuna fyrir jól við lagfæringar á Fljótsdalslínu 4, sem flytur rafmagn úr Fljótsdalsstöð í álverið á Reyðarfirði. Verkstjóri segir að aðstæður við viðgerðina hafi verið eins slæmar og mögulegt var án þess að hætta þyrfti við verkið. Hluti hópsins hafði þá vart sofið í viku því hann vann að viðgerðum á Dalvíkurlínu.
Þrátt fyrir að Austurland hafi sá landshluti sem slapp hvað best úr úr miklu óveðri sem gekk yfir landið fyrir sléttum mánuði þrýsta forsvarsmenn sveitarfélaga á svæðinu á um að farið verið ítarlega yfir hvað gera þurfi til að koma í veg fyrir álíka vandræði og urðu víða annars staðar um land þar sem raflínur eyðilögðust þannig jafnvel varð rafmagnslaust dögum saman.
Heiðursfélagi okkar er fallinn frá. Blessuð sé minning þess merka manns sem er fyrsti verðlaunahafi okkar Íslendinga á Ólympíuleikum, á sæti í Heiðurshöll ÍSÍ og er handhafi Íslensku Fálkaorðunnar.
Þotur frá Wizz Air og Icelandair lentu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi þar sem lokað var hægt að lenda í Keflavík. Farþegar Icelandair vélarinnar gistu eystra í nótt. Annasamt hefur verið á flugvellinum undanfarinn sólarhring.
Tilviljunin réði því að Ína Gísladóttir byrjaði að fara með ferðamenn um Norðfjörð en hún segir það eitt það skemmtilegasta sem hún hafi gert um ævina. Á ferðum sínum segir hún sögur úr firðinum sem hún hefur búið í nær alla sína ævi.