Allar fréttir
Góð kaup eða flumbrugangur?
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti á fundi sínum í síðustu viku kaup sveitarfélagsins á húsinu að Búðareyri 2 á Reyðarfirði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn kaupunum og sögðu ekki nægjanleg gögn liggja fyrir. Aðrir sögðu brýnt að bæta úr húsnæðisþörf bæjarskrifstofanna og um væri að ræða eign á besta stað á góðu verði.„Gagnkvæmur skilningur eykst“
Ungt fólk í Neskaupstað hefur reglulega heimsótt íbúa í Breiðabliki, íbúðir aldraðra og í Egilsbúð mun verða félagsaðstaða fyrir ungmenni og eldri borgara. Hvoru tveggja er tilkomið vegna PLACE-EE, sem er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni, svonefnt norðurslóðaverkefni, með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara í dreifbýli.