Allar fréttir

Yfirheyrslan: „Ég hef yfirsýn á við ánamaðk"

Listamaðurinn og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson flutti ásamt konu sinni Kötlu Rut Pétursdóttur á Seyðisfjörð í byrjun síðasta sumars. Þau vinna nú á fullu við uppsetningu á nýju íslensku leikverki sem heitir Skarfur og er eftir Kolbein sjálfan. Verkið verður frumsýnt á Seyðisfirði á næsta ári. Leikverkið Kolbeinn er í yfirheyrslu vikunnar

Lesa meira

Óásættanlegt að þurfa að treysta á eina sjúkraflugvél

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur óásættanlegt að einungis ein flugvél sé til staðar til að sinna sjúkraflugi fyrir allt landið og kallar eftir að sem fyrst verði mótuð framtíðarstefna í sjúkraflutningum. Þrýst er á að þyrlur verði til staðar á Egilsstöðum til að auka öryggi íbúa í fjórðungnum.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur í efsta sætið

Höttur trónir á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir að hafa orðið fyrsta liðið til að vinna Hamar í vetur. Liðin tvö berjast við Breiðablik um efsta sætið sem í lok leiktíðar veitir sæti beint í úrvalsdeild.

Lesa meira

"Höfum gefið tæki fyrir á annan tug milljóna króna"

Hosurnar í Neskaupstað standa fyrir sínum árlega jólamarkaði núna um helgina. Byrjar markaðurinn klukkan 14:00 í dag og stendur til sunnudags. Þær eru að vanda að selja hannyrðir af ýmsum toga. Allur ágoði rennur markaðarins í ár rennur til kaupa á augnþrýstimæli fyrir Heilsugæslu FSN.

Lesa meira

Les Aðventu Gunnars Gunnarssonar í gömlu þýsku fjárhúsi

Þýski leikarinn Richard Schneller les um helgina Aðventu, sögu Gunnars Gunnarssonar um Fjalla-Bensa og leit hans að eftirlegukindum, á veitingastað sem áður var fjárhús. Richard segist mikill aðdáandi sögunnar og finna til sterkra tengsla við aðalsöguhetjuna.

Lesa meira

„Nógu brjálaður til að gera þessa mynd

Ásgeir hvítaskáld Þórhallsson viðskiptafræðingur og skáld frumsýndi kvikmynd sína „Kjarval og Dyrfjöllin“ í Bíó Paradís í gær. Myndin verður svo frumsýnd hér fyrir austan í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.