Allar fréttir

Olís í endurbætur fyrir jólin

„Þjónustustöð Olís mun verða áfram í Fellabæ. Nýir eldsneytistankar eru væntanlegir til landsins í desember og áætlað er að framkvæmdir við nýtt áfyllingarplan hefjist innan fárra vikna,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur á framkvæmdasviði Olís.

Lesa meira

Byrjað að sprengja í Neskaupstað

Framkvæmdir eru hafnar að nýju við ofanflóðavarnir neðan Urðarbotna og Sniðgils í Norðfirði. Fyrsta sprenging af tuttugu var klukkan 11 í morgun. Áætlað er að losa þurfi um 65.000 rúmmetra í tveimur lotum.

Lesa meira

Ingunn Snædal í fótboltann

Ingunn Snædal, okkar maður í bókmenntaheiminum, lék aðalhlutverk á fjölmennu útgáfuhófi bókarinnar Klopp - Allt í botn!, sem kom út fyrir skemmstu. Ingunn þýddi bókina á íslensku og las upp úr henni á útgáfuhófinu.

Lesa meira

Eiðar - karl, kona eða rif

Eiðar í Eiðaþinghá eru tvímælalaust eitt af merkari höfuðbólum landsins og nær saga staðarins aftur til ársins 1000 eins og lesa má HÉR. Auður og völd hafa fylgt staðnum nær alla tíð og á miðöldum Íslandssögu varð Eiðastóll frægur fyrir mikla auðsöfnun. Eiðakirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar 1197.

Lesa meira

Höttur með meistaraflokkslið kvenna í körfu

Höttur sendir nú í vetur sitt fyrsta meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik. Þjálfari var ráðinn í ágúst og fleiri mættu til æfinga en búist var við. Liðið lék sína fyrstu leiki í 2. deild á Hvammstanga nú um helgina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar