Allar fréttir

Framhaldsuppboði á Eiðum frestað

Ekki varð af framhaldssölu á Eiðum í dag, en framhaldsuppboð á eigninni hafði verið auglýst eins og fram kemur í frétt hér á austurfrett.is frá 29. október.
Lárus Bjarnason, sýslumaður, var hálfnaður á leið sinni til Eiða þegar boð komu frá Landsbankanum, sem var eini uppboðsbeiðandinn, um að bankinn hefði afturkallað beiðnina.

Lesa meira

Tökulið Clooney sótt

Boeing 757 þota lenti á Egilstaðaflugvelli í morgun eins og glöggir Héraðsbúar tóku eftir. Þetta er sama vél og kom til landsins með tökulið nýjustu kvikmyndar George Clooney.

Lesa meira

HAUST hótar Olís dagsektum

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur gefið Olíuverzlun Íslands frest til 15. desember til að ljúka úrbótum við stöð olíufélagsins í Fellabæ. Eftirlitið hefur ítrekað þrýst á félagið um að koma málum þar í lag.

Lesa meira

Öræfahjörðin í Bókakaffi

Dr. Unnur Birna Karlsdóttir kynnti nýútkomna bók sína, Öræfahjörðin - saga hreindýra á Íslandi, í Bókakaffi á laugardaginn var. 

Bókin, sem er í flokki fræðirita, er mikið verk, 283 blaðsíður og prýdd fjölda ljósmynda, þar á meðal eftir Skarphéðinn G. Þórisson, sem er hreindýrasérfræðingur Náttúrustofu Austurlands.

Lesa meira

Söguspor á Vopnafirði

Glöggir gestir á Vopnafirði kunna að hafa tekið eftir litríkum fótsporum sem feta sig eftir gangstéttum þorpsins. Fótsporin eru hluti af verkefninu „Vappað um Vopnafjörð“ sem ætlað er að vekja athygli á bæði sögu staðarins og lífinu þar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.