Allar fréttir

Telur enga sprengjuhættu vegna bruggtækja

Austri brugghús á Egilsstöðum notar bruggtæki sem flutt eru inn frá Kína. Vinnueftirlitið hefur bannað notkun þessa búnaðar yfir ákveðnum þrýstingi með vísan til krafna sem settar eru fram í gildandi reglugerð um þrýstibúnað. Austri hefur, ásamt nokkrum öðrum brugghúsum, kært þessa ákvörðun Vinnueftirlitsins til velferðaráðuneytisins.

Lesa meira

Skuldir lækka og framkvæmdir aukast

Nýtt íþróttahús á Egilsstöðum verður tekið í notkun næsta haust, 2020, og nýr leikskóli verður byggður í Fellabæ 2021. Þetta kom fram á opnum borgarafundi um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs, sem kynnt var í gær.

Lesa meira

Löglærður fulltrúi ekki endanlega niðurlagður

Ekki verður ráðið í stöðu löglærðs fulltrúa sýsluskrifstofunnar á Eskifirði þegar Sigrún Harpa Bjarnadóttir lætur af störfum 1. desember. Ekki er þó um endanlega niðurlögn stöðunnar að ræða. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur sent frá sér harðorða bókun um málið.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Ég er þrjóskur og gefst aldrei upp!

Stefán Númi Stefánsson er 24 ára héraðsbúi sem hefur spilað amerískan fótbolta í Danmörku undan farin ár er nú á leiðinni í spænsk deildina. Hann stefnir á að komast alla leið í þessari íþrótt. 

Lesa meira

Gáfu Egilsstaðakirkju handunna stólu

Vinkonurnar Guðlaug Ólafsdóttir og Sigríður Ingimarsdóttir tóku sig til og gáfu Egilsstaðakirkju stólu. Hún er svört og gyllt að lit og er handunnin af þeim.

Lesa meira

Síldarvinnslan harmar villandi og meiðandi málflutning

Síldarvinnslan á Neskaupstað hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar í Fréttablaðinu og víðar í morgun. Þar segir að Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN, hafi í tölvupósti árið 2014 beðið stjórnendur Samherja um ráð til að komast yfir veiðiheimildir á Grænlandi. Yfirlýsingin frá SVN er svohljóðandi:

Lesa meira

Símalínum ofar

Veturinn 1951 var líklega einn sá snjóþyngsti á Héraði á síðustu öld. Sumarið 1950 var óþurrkasamt og hey víða af skornum skammti. Guðmundur Jónasson, bílstjóri, kom að sunnan 18. mars á snjóbíl og flutti fóður og hey til bænda. Á Jökuldal ók hann á snjó yfir símalínurnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.