Allar fréttir
Nýtt íþróttahús, Hernámshátíð og gölluð knattspyrnuhöll
Miklar umræður urðu á íbúafundi sem haldinn var á Reyðarfirði í gær. Rætt var um þörfina á nýju íþróttahúsi, óánægju með að ekki væri gert ráð fyrir því í deiliskipulagi og einnig var rætt um framtíð Hernámsdagsins. Nýstofnuð íbúasamtök Reyðarfjarðar stóðu fyrir fundinum og mættu fulltrúar bæjarstjórnar á hann til að sitja fyrir svörum.
W.O.M.E.N. - Söguhringur kvenna í Safnahúsinu
Fréttatilkynning:
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - W.O.M.E.N. - verða með opinn fund um fjölmenningartengd verkefni í Safnahúsinu á Egilsstöðum á morgun, 19. nóvember. Fundirnir eru tveir, klukkan 15.00 og 17.00. Þátttakendur er beðnir um að skrá sig og velja hvorn fundinn þeir ætla á.
Veiðar hafa hverfandi áhrif á kálfadauða
Bændur á Austurlandi, sem fá arð af hreindýraveiðum, hafa trúlega fengið sektarkennd sumir hverir þegar dýra-, náttúru- og umhverfissamtökin Jarðarvinir gagnrýndu hreindýraveiðarnar harðlega og sögðu að um 600 kálfar hefðu farist síðastliðinn vetur úr hungri og vosbúð á kvalafullan hátt, sem megi rekja til veiða á kúm. Frumathuganir benda þó til að veiðar hafi lítil eða engin áhrif á afkomu kálfanna.Vök baths slær í gegn
Aðsókn að Vök baths er samkvæmt áætlun en sala árskorta hefur farið fram úr björtustu vonum. Útlitið fyrir næsta ár er gott.
Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök baths, segir að það hafi vissulega haft áhrif heildaraðsókn á árinu að ekki tókst að opna staðinn um mánaðamótin júní/júlí, eins og áætlað var, en það var ekki fyrr en 27. júlí að formleg opnun var auglýst.
Spennandi spurningakeppni Neista
Hin árlega spurningakeppni Ungmennafélagsins Neista á Djúpavogi hefur farið fram undanfarnar tvær vikur. Nú eru fjögur lið komin í úrslit eftir þrjár undankeppnir. Keppnin er liður í fjáröflun til áframhaldandi uppbyggingar íþróttastarfs á Djúpavogi. Frá þessu er greint á heimasíðu Djúpavogshrepps.
Grófu laxahrogn í 10 stiga gaddi
Veiðiklúbburinn Strengur, undir handleiðslu og hjálp sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar, grófu nýverið á annað hundrað þúsund hrogn í ám á Norðausturlandi. Þetta er liður í verndun og uppbyggingu Norður-Atlantshafslaxastofnsins.