Allar fréttir

Safna upplýsingum um allar byggingar úr torfi sem enn standa

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur forustu um rannsókn sem hrundið hefur verið af stað um viðhorf almennings til torfhúsa. Samhliða rannsókninni er safnað upplýsingum um allar uppistandandi torfbyggingar og þá sem þekkingu hafa á handbragðinu. Stjórnandi rannsóknarinnar segir mikil menningarverðmæti felast í torfhúsnum.

Lesa meira

Ekki vaknað grunur um fleiri sýkta hunda

Dýralæknir á Egilsstöðum hefur beint þeim tilmælum til hundaeigenda að láta vita verði þeir varir við blóðug uppköst eða niðurgang frá dýrum sínum. Grunur vaknaði fyrir helgi um veirusmit en ekki hafa komið fram fleiri tilfelli.

Lesa meira

„Vil sýna þjóðinni að transfólk er venjulegt fólk“

Veiga Grétarsdóttir, sem rær hringinn í kringum Ísland í sumar á kajak til styrktar Pieta-samtökunum, tók land við Vattarnes í sunnanverðum Reyðarfirði í gær en hún mun í kvöld halda fyrirlestur í bænum. Veiga segir róðurinn úti fyrir Austfjörðum hafa gengið vel en þar hafi oft verið þokukennt.

Lesa meira

Safnar sögum fólksins um tónlistina

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem í næstu viku mun flytja sólóplötur sínar á fernum tónleikum á Borgarfirði eystra, hefur biðlað til aðdáenda um að senda inn sínar sögur um tónlistina hans. Jónas segist hafa gaman að heyra um hvernig fólk tengir við tónlistina.

Lesa meira

Messað undir berum himni í Loðmundarfirði

Um fimmtíu manns sóttu árlega messu að Klyppsstað í Loðmundarfirði sem haldin var síðastliðinn sunnudag. Messað var undir berum himni þar sem viðgerðir standa yfir á kirkjunni.

Lesa meira

Nauðsynlegt að hjálpa gróðrinum að standast áfokið

Töluvert áfok hefur verið á gróður á austurströnd Hálslóns síðustu tvö sumur. Þær varnir sem komið hefur verið upp virka en meira þarf til. Nauðsynlegt er að styrkjar gróður á svæðinu til að standast áfok úr lónsstæðinu. Nóg af fokefnum eru á svæðinu þegar vatnsstaðan er lág í lóninu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar