Allar fréttir

Hákon Aðalsteinsson allur

Hákon Aðalsteinsson, skáld og fyrrum skógarbóndi á Húsum í Fljótsdal, er látinn, á 74. aldursári. Hann lést 6. mars, eftir erfið veikindi. Hákon eignaðist fjögur börn. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Benediktsdóttir. Útför hans fer fram í kyrrþey.

e2cf893c-f24b-4914-9a6f-a529adfdb043.jpg

Lesa meira

Lítil von um loðnu

Fátt virðist benda til að nokkur loðnuvertíð verði þetta árið. Flest fjölveiðiskip flotans eru á gulldepluveiðum suður af landinu eða á kolmunna vestur af Írlandi. Útgerðin á Austurlandi verður fyrir verulegum skakkaföllum, enda uppsjávarveiðiskip þar stór hluti. Þrátt fyrir lélega vertíð í fyrra skapaði hún um níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Síðustu fimm árin hafa þau verið á milli 6 og 10 milljarðar að jafnaði, en árið 2002 var sérlega gott þegar útflutningsverðmæti loðnu fór yfir 20 milljarða króna. Svo virðist sem fiskifræðingar búist einnig við arfaslakri loðnuvertíð á næsta ári, en betur horfi fyrir 2011 vegna mikils seiðafjölda og verulegrar útbreiðslu þeirra. Þó eru áhyggjur af hversu loðnan hefur lítið komið til hrygningar nú upp á síðkastið.

lodna.jpg

Skemma féll saman undan snjóþyngslum

Skemma í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hrundi saman undan snjóþyngslum í gær. Skemman, sem stendur rétt innan við gamla frystihúsið í bænum, var orðin vel við aldur  og kom að sögn heimamanna lítt á óvart að hún skyldi leggjast saman, það hafi í raun aðeins verið tímaspursmál. Austurglugginn hefur enn sem komið er ekki upplýsingar um hvort einhver verðmæti voru geymd í skemmunni, en allt útlit er fyrir að svo hafi ekki verið og því vonandi ekki um sérstakt tjón að ræða fyrir SVN.

 skemma_svn_vefur_1.jpg

Lesa meira

Hanna Elísa áfram

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, frá Teigarhorni í Berufirði, er komin áfram í tíu manna úrslit  Idol-Stjörnuleitar á föstudagskvöld.

 

Lesa meira

Vorboðar láta á sér kræla

Vorið er tekið að boða komu sína. Tjaldurinn er að raða sér niður á Austurland og sáust nokkrir fuglar á Eskifirði og milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Fylgir sögunni að í fyrra hafi fyrstu tjaldarnir birst á nákvæmlega sama mánaðardegi á Eskifirði.

tjaldur.jpg

Einar Már út

Einar Már Sigurðaron, alþingismaður úr Neskaupstað, varð ekki í einu af átta efstu sætunum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Jónína Rós Guðmundsdóttir, Egilsstöðum, varð í þriðja.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.