Allar fréttir

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar til fyrri umræðu

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók í vikunni til fyrri umræðu fjárhagsáætlun fyrir Fjarðabyggð og stofnanir vegna ársins 2009. Áætlað er að tekjur Fjarðabyggðar og stofnana nemi 3.665,8 millj. kr. en gjöld 3.545,2 millj. kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 534,6 millj. kr. Þá er áætlað að um 524,9 millj. kr. fari til framkvæmda. Bæjarstjórn samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu sem verður 15. janúar n.k.

gpvemim0.jpg

Lesa meira

Garnaveiki í Jökulsárhlíð

Garnaveiki er komin upp í Jökulsárhlíð. Er sýkingin bundin við tvo bæi á svæðinu, en verið að kanna hvort fé á nágrannabæjum sé einnig sýkt. Ekki þarf að aflífa sýkt fé, en þar sem sjúkdómurinn veldur ólæknandi bólgu í slímhúð garna og meðfylgjandi skituköstum veslast sýktar skepnur smám saman upp þrátt fyrir að éta nóg.

Lesa meira

Til baka

Austfirðingurinn Helgi Guðmundsson hefur sent frá sér nýja bók; Til baka. Hún fjallar á gamansaman, en jafnframt grafalvarlegan hátt, um nöturlega lífsreynslu sem höfundur lendir í á sjúkrahúsi er hann gengst undir smávægilega aðgerð en hafnar fyrir mistök læknis í langvarandi lífshættu.

cover_small.jpg

Lesa meira

Glæsilegt jólablað Austurgluggans komið út

Jólablað Austurgluggans 2008 fæst nú á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Meðal annars má á síðum blaðsins finna ávörp þingmanna Norðausturkjördæmis til Austfirðinga, forvitnileg viðtöl við ýmsa íbúa fjórðungsins, ómótstæðilegar jólauppskriftir og fjölbreytta pistla og greinar. Þá er verðlaunakrossagáta í blaðinu og lesendur hvattir til að senda lausnir inn, þar sem góð verðlaun eru í boði. Gott lesefni fyrir og um jólin!

jlabla_forsa.jpg

Jólafriður við kertaljós á sunnudag

Næstkomandi sunnudag verða haldnir tónleikarnir Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði.  Það er tónlistarmaðurinn Daníel Arason sem er frumkvöðull að tónleikunum og hefur haft veg og vanda af þeim frá upphafi.  Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega í sjö ár og áhersla lögð á þátttöku tónlistarfólks af Austurlandi og vandaðan flutning.  Á tónleikunum koma fram einsöngvarar, kór og hljómsveit, ásamt strengja- og blásarasveit.  Flutt verður jólatónlist úr ýmsum áttum en meginmarkmiðið er að skapa rólega og friðsæla stemningu.  Eingöngu verður kveik á kertaljósum og tilvalið er að koma og njóta fallegrar tónlistar til að slaka á í lok aðventu. 

gnecf9ni.jpg

Lesa meira

Sauðfjárbændur í Fljótsdal styrktir til sæðinga

Fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda. Frá þessu greinir í Bændablaðinu.

1012288.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.