Allar fréttir

Íslenskt þjóðfélag á tímamótum

Huld Aðalbjarnardóttir skrifar:      Landinn hefur upplifað ótrúlegar sviptingar í efnahagsmálum síðustu misserin, einstaklingar og fyrirtæki eru í mikilli óvissu með sína afkomu auk þess sem ríkis- og sveitasjóðir standa völtum fótum. Þrátt fyrir að við höfum sjaldan staðið frammi fyrir jafn miklum áskorunum í efnahagsmálum og nú er ég sannfærð um að með samstilltu átaki tekst okkur að snúa þróuninni við skref fyrir skref.

huld_aalbjarnardttir_framskn.jpg

Lesa meira

Glaðningur frá merkum listamanni til barna á Djúpavogi

Á síðasta föstudag barst pakki á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Heldur urðu menn hissa þegar hann var opnaður því í honum var fjöldinn allur af smágjöfum.  Í pakkanum var einnig bréf, landakort, myndir o.fl.  Þegar farið var að lesa bréfið kom í ljós að pakkinn var frá Sigurði Guðmundssyni, listamanni og hópnum sem kom með honum í heimsókn á Djúpavog fyrir skemmstu. 

djpivogur_sklabrn.jpg

Lesa meira

Fyrirtæki nýti sér innlenda þjónustu

Verkefnastaðan hjá Tandrabergi ehf., sem annast löndunarþjónustu í Fjarðabyggðarhöfnum, er samkvæmt frétt af vef fyrirtækisins ekkert sérstaklega góð um þessar mundir. ,,Eins og allir vita brást loðnuvertíðin og því litla sem veiddist var nánast öllu landað á suðvesturhorninu“ segir í fréttinni.

solbakur_lest1.jpg

Lesa meira

Áræðni og raunverulegar aðgerðir strax

Gunnar Þór Sigbjörnsson skrifar:      Ég er búinn að vera flokksbundinn framsóknarmaður í  mörg ár og hef fylgst með þróun stjórnmála frá sjónarhóli grasrótar, mismikið að vísu, en þó með nokkrum þunga núna síðustu ár.   Ég hef verið mjög ósáttur með hvernig forysta flokksins hefur einangrað sig frá sínu baklandi og var því ánægjulegt að sjá grasrótina rísa upp og fara gegn slíkri þróun á síðasta flokksþingi.

gunnar_sigurbjrnsson_vefur.jpg

Lesa meira

Hvílum Íhaldið!

Höskuldur Þórhallsson skrifar um komandi Alþingskosningar.    Íslendingar hafa þurft að búa við það í rúm 17 ár, að síðustu tveim mánuðum undanskildum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd. Frá árinu 1995 þegar Framsóknarflokkurinn hóf samstarf við Íhaldið gekk það að mörgu leiti vel. Framsóknarflokkurinn sem er frjálslyndur félagshyggjuflokkur stóð á þessum tíma vörð um velferðarkerfið og grunnatvinnuvegi þjóðarinnar til sjávar og sveita og gerir enn.

hssi6hskuldur_r_rhallsson_vefur.jpg

Lesa meira

Bjóst þú á Egilsstöðum í apríl ´99?

Karólína I. Guðlaugsdóttir hafði samband við vefinn og bað liðsinnis við að leita uppi fólk sem bjó á Egilsstöðum vorið 1999 og býr þar kannski enn. Hér er bréf Karólínu og biður hún fólk sem getur gefið upplýsingar um að hafa samband.

kanar_leita_a_flki9vefur.jpg

 

Lesa meira

Tilboða óskað

Húsnefnd Félagsheimilisins Fjarðarborgar á Borgarfirði eystra auglýsir eftir tilboðum í veitingarekstur í húsinu á komandi sumri. Leigutími er frá 1. júní til 31. ágúst 2009. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til húsnefndar eigi síðar en föstudaginn 13. mars. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Sveinsson í síma 892-9802.

 

 

fjardarborg1.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.