Ístölt Austurland 2009 í hjarta Egilsstaða
Ístölt Austurland 2009 verður haldið í hjarta Egilsstaða þann 21. febrúar næstkomandi, nánar tiltekið í Egilsstaðavíkinni við Gistihúsið Egilsstöðum.
Ístölt Austurland 2009 verður haldið í hjarta Egilsstaða þann 21. febrúar næstkomandi, nánar tiltekið í Egilsstaðavíkinni við Gistihúsið Egilsstöðum.
,,Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hefur í dag verið leystur, tímabundið, frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vegna rannsóknar á reikningum frá honum."
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra HSA. Hannes er einn fjögurra lækna sem starfað hafa við Heilsugæslu Fjarðabyggðar.
Framundan er forval Vinstri hreyfingarinnar græns- framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2009. Bjarkey Gunnarsdóttir á Ólafsfirði hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í þessu forvali sem félagsmönnum VG er heimilt að taka þátt í. Bjarkey hefur verið virk í störfum Vinstri grænna nánast frá stofnun, situr í stjórn svæðisfélags VG í Fjallabyggð, var formaður kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi en er nú gjaldkeri og situr einnig í stjórn VG. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sat hún í miðlægri kjörstjórn VG sem sá m.a. um flesta sameiginlegu þætti kosninganna. Slík kjörstjórn er einnig starfandi nú fyrir komandi alþingiskosningar og á Bjarkey sæti í henni.
Formaður og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi bjóða umhverfisráðherra að koma til Austurlands og kynna sér þau jákvæðu áhrif sem álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hefur haft fyrir samfélagið á Austurlandi. Kemur boðið í kjölfar ummæla ráðherrans um að álverið hafi haft neikvæð áhrif á landsvísu og lítil áhrif á Austurlandi. Hér á eftir fer bréf SSA til Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Sjötta tölublað Austurglugga þessa árs kom út í dag. Að venju hefur blaðið að geyma vandaðar umfjallanir um markverða hluti á Austurlandi.
Samkaup hf. hafa yfirtekið alla samninga starfsfólks í verslunum Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) á Austurlandi, en Samkaup yfirtaka jafnframt allan rekstur verslananna, eins og frá hefur verið greint í fréttum. Engum hefur verið sagt upp fram til þessa utan starfsfólki á skrifstofu KHB.
Á miðvikudag í síðustu viku var starfsfólki allra verslana KHB á Austurlandi boðið með tölvupóstskeyti til fundar á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld, þar sem stjórn skýrði stöðu mála fyrir starfsfólki. Auk starfsfólks á Egilsstöðum mættu starfsmenn KHB á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði á fundinn.
Klausturpóstur Skriðuklausturs barst i dag og kennir margra grasa í menningarstarfinu þar á bæ að vanda. Meðal annars verður haldið einkar forvitnilegt Rannsóknaþing á vegum Þekkingarnets Austurlands á laugardag og í lok mánaðar verður Lomberdagurinn haldinn hátíðlegur.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.