Allar fréttir

Ístölt Austurland 2009 í hjarta Egilsstaða

Ístölt Austurland 2009 verður haldið í hjarta Egilsstaða þann 21. febrúar næstkomandi, nánar tiltekið í Egilsstaðavíkinni við Gistihúsið Egilsstöðum.

hans_kjerulf_og_jupiter1.jpg

Lesa meira

Læknir leystur tímabundið frá störfum

,,Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hefur í dag verið leystur, tímabundið, frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vegna rannsóknar á reikningum frá honum."

Þetta segir í fréttatilkynningu frá Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra HSA. Hannes er einn fjögurra lækna sem starfað hafa við Heilsugæslu Fjarðabyggðar.image0011.jpg

Lesa meira

Bjarkey vill annað sætið í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Framundan er forval Vinstri hreyfingarinnar græns- framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2009. Bjarkey Gunnarsdóttir á Ólafsfirði hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í þessu forvali sem félagsmönnum VG er heimilt að taka þátt í. Bjarkey hefur verið virk í störfum Vinstri grænna nánast frá stofnun, situr í stjórn svæðisfélags VG í Fjallabyggð, var formaður kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi en er nú gjaldkeri og situr einnig í stjórn VG. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sat hún í miðlægri kjörstjórn VG sem sá m.a. um flesta sameiginlegu þætti kosninganna. Slík kjörstjórn er einnig starfandi nú fyrir komandi alþingiskosningar og á Bjarkey sæti í henni.

bjarkey_gunnarsdttir_vefur.jpg

Lesa meira

Umhverfisráðherra boðið til Austurlands

Formaður og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi bjóða umhverfisráðherra að koma til Austurlands og kynna sér þau jákvæðu áhrif sem álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hefur haft fyrir samfélagið á Austurlandi. Kemur boðið í kjölfar ummæla ráðherrans um að álverið hafi haft neikvæð áhrif á landsvísu og lítil áhrif á Austurlandi. Hér á eftir fer bréf SSA til Kolbrúnar Halldórsdóttur.

ssa.jpg

Lesa meira

Yfirtaka alla samninga

Samkaup hf. hafa yfirtekið alla samninga starfsfólks í verslunum Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) á Austurlandi, en Samkaup yfirtaka jafnframt allan rekstur verslananna, eins og frá hefur verið greint í fréttum. Engum hefur verið sagt upp fram til þessa utan starfsfólki á skrifstofu KHB.

Á miðvikudag í síðustu viku var starfsfólki allra verslana KHB á Austurlandi boðið með tölvupóstskeyti til fundar á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld, þar sem stjórn skýrði stöðu mála fyrir starfsfólki. Auk starfsfólks á Egilsstöðum mættu starfsmenn KHB á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði á fundinn.

logo_khb.gif

 

Menning með hækkandi sól

Klausturpóstur Skriðuklausturs barst i dag og kennir margra grasa í menningarstarfinu þar á bæ að vanda. Meðal annars verður haldið einkar forvitnilegt Rannsóknaþing á vegum Þekkingarnets Austurlands á laugardag og í lok mánaðar verður Lomberdagurinn haldinn hátíðlegur.

klausturpsturinn.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.