Allar fréttir

Bjartsýni um matvælavinnslu á Breiðdalsvík

Fullvinnsla matvæla fer nú fram í frystihúsinu á Breiðdalsvík á vegum félagsins Festarhalds. Framleiðslan er innbakaður fiskur í orly-deigi, bollur, fiskborgarar og naggar. Hráefnið er ferskfiskur og afskurður. Framleiðslan er að komast á fullan skrið og starfa átta starfsmenn við vinnsluna, flestir í 75% starfi. Stefnt er að vinnslu úr 30 til 40 tonnum af hráefni á mánuði en undanfarið hefur verið unnið úr 10 til 15 tonnum.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Þuríður sækist eftir öðru sæti í NA-kjördæmi

Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig  fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti.

490103a.jpg

Lesa meira

Bilun í fjarskiptaneti

Bilun kom upp í stofnneti fjarskiptanets Mílu (áður fjarskiptanets Símans) á Austurlandi um klukkan fjögur í nótt. Bilunin varð á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Talið er að um bilun í búnaði sé að ræða. Menn frá Mílu eru á leið austur með nauðsynlegan búnað til viðgerða.

kortlagning-sambanda.jpg

Lesa meira

Sigmundur Ernir vill 2. sætið í NA kjördæmi fyrir Samfylkinguna

Skáldið og fréttahaukurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur afráðið að snúa sér að stjórnmálaþátttöku, eftir að hann hætti störfum á Stöð 2 fyrir skemmstu. Hann býður sig fram í 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir mun ekki hafa verið flokksbundinn og hafði ekki gengið í Samfylkinguna er hann ákvað framboð sitt.

sigmundur_ernir_rnarsson.jpg

Lesa meira

Teið er tilbúið!

(Leiðari Austurgluggans 5. febrúar 2009)

 

Ég bjó í Þýskalandi fyrir margt löngu og kynntist þá aldraðri konu sem hafði svo sannarlega upplifað tímana tvenna. Hún var nokkuð sérvitur og hafði sína siði og venjur óháð tímans straumi. Margt í samtímanum var henni ýmist ekki að skapi eða hún skildi það hreinlega ekki.

teacup.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fara í skuldabréfaútboð upp á allt að sex hundruð milljónir króna vegna fjármögnunar samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2009 í opnum stækkanlegum flokki.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.