Allar fréttir

Olweusarkynning fyrir þá sem starfa með börnum og unglingum

Í kvöld efnir Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum til fundar með öllum þeim aðilum sem koma að frístundastarfi ungmenna á Egilsstöðum. Þar á meðal eru íþróttaþjálfarar, kennarar og leiðbeinendur í ýmsu félagsstarfi. 
sklastarf.jpg

Lesa meira

Fyrstu sigrarnir

Höttur vann lið Hrunamanna í 1. deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í dag. Blaklið Þróttar spilaði tvo leiki við Fylki í Neskaupstað um helgina.

 

Lesa meira

Byggingaframkvæmdum frestað

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýjan leikskóla á Eyrinni í Neskaupstað og 3. áfanga Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði. Ástæðuna má rekja til skorts á lánsfé og segja bæjaryfirvöld ekki annan kost í stöðunni.

Lesa meira

Nagladekk framundan

Rétt er að minna ökumenn á Austurlandi á að nú er runnin upp tími nagladekkja. Flestir þeir sem reglulega keyra um fjallvegi eru reyndar þegar komnir á slík dekk. Hált var á fjallvegum á Austurlandi í dag, og virðist ljóst að vetur konungur er í það minnsta ekkert að yfirgefa okkur í bráð.

 

Lesa meira

Hornfirðingur afhendir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í næstu viku

Soffia Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun afhenda bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Helsinki þriðjudaginn 28. október n.k. Soffía Auður hefur búið á Höfn í rúm tvö ár. Auk fræðistarfa kennir hún bókmenntir við Háskóla Íslands og hefur starfað fyrir Háskólasetrið á Hornafirði.

1003937.jpg

Lesa meira

Tvö innbrot á Reyðarfirði

Image Í nótt var brotist inn á tveimur stöðum á Reyðarfirði. Í söluskála Shell var einhverju stolið en því meira skemmt, svo sem sjóð- og lottóvélar, myndavélakerfi og rúður voru brotnar. Þá var brotist inn á Fosshótel skammt frá og sjóðvél eyðilögð. Hugsanlegt er talið að sömu aðilar hafi verið á ferð í báðum tilfellum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.