Allar fréttir

Eitt Austurland?

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað stæðu upp úr ef öll sveitarfélög á Austurlandi yrðu sameinuð í eitt. Líklegast er að miðstöð stjórnsýslunnar yrði skipt milli þeirra eða sett í það stærra, Fjarðabyggð. Þetta kom fram í máli Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, sem hélt fyrirlestur á þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um mögulegt eitt stórt sameinað sveitarfélag á Austurlandi.

 

Lesa meira

Endurnýja samstarfssamning

Fljótsdalshreppur og Landsbanki Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning um Verkefna-og rannsóknarsjóð Fljótsdalshrepps og Landsbankans.

 

Lesa meira

Árangurslítil leit

logreglumerki.jpgLögreglan á Egilsstöðum fékk liðsauka í leit að fíkniefnum í heimahúsi, ökutækjum og á vinnustað. Árangurinn varð nær enginn.

Lesa meira

Skotsvæði í landi Þuríðarstaða

Lögð hafa verið fram drög að samningi við Skotveiðifélag Austurlands vegna afnota af landi og uppbyggingar skotsvæðis í landi Þuríðarstaða á Eyvindarárdal. Fulltrúar Á-listans hafa lagst gegn hugmyndinni.

 

Lesa meira

Leiðrétting frá Austurglugganum


Austurglugginn vill koma á framfæri leiðréttingu á frétt sem birtist í blaðinu í dag. Fréttin fjallar um húsleit lögreglunnar sem gerð var á Egilsstöðum í síðustu viku. Í fyrirsögn fréttarinnar segir: „Fíkniefni finnast hjá eiganda Thai Thai”. Það er ekki rétt fyrirsögn, því í húsleit lögreglunnar fundust aðeins kanabisfræ og fíkniefnaáhald. Áhaldið er að sögn þess sem húsleitin var gerð hjá ýmist notað til að drýgja kanabisefni eða til tegerðar. Fíkniefnaleitin var gerð í íbúðarhúsnæði, þar sem fræin og tólið fannst, og tveimur bifreiðum samkvæmt dómsúrskurði. Lögreglan fékk heimild til leitar á veitingastaðnum með leyfi rekstraraðila staðarins.

Þess vegna er frétt Austurgluggans röng og er eigandi veitingastaðarins Thai Thai beðinn afsökunar á þessum mistökum.

Rekstraraðilar staðarins hafa gert athugasemdir við myndbirtingu Austurgluggans af veitingastaðnum.

Einar Ben Þorsteinsson ritstjóri.

Brotið á réttindum sakborninga?

Gísli M. Auðbergsson, lögfræðingur á Eskifirði, hefur áhyggjur af réttindum sakborninga í nýjum sakamálalögum. Hann segir að í þeim sé höggvið nærri trúnaðarsambandi sakbornings og verjanda.

 

Lesa meira

AFL hlaut Símenntarverðlaun

AFL starfsgreinafélag hlaut nýverið Símenntarverðlaun Þekkingarnets Asutrulands árið 2008 fyrir markvissa endurmenntunarstefnu félagsmanna sinna. Félagið hefur boðið upp á fjölda námskeiða fyrir félagsmanna og hvatt þá til að afla sér frekari menntunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.