Allar fréttir

„Við erum hér til að vinna með samfélaginu“

Bílstjórar sem keyra fyrir Sæti hópferðir, fyrirtækið sem sér um skólaakstur á Fljótsdalshéraði, eru nær allir komnir í sjálfskipaða sóttkví eftir að skólabílstjóri fyrirtækisins greindist með Covid-19 smit í gær. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir starfsmenn þess hafa lagt sig fram í sóttvörnum og vonast til að íbúar sýni erfiðum aðstæðum skilning.

Lesa meira

Brýnt að fara sérstaklega varlega meðan ekki er staðfest hvaðan smitið barst

Alls eru 37 einstaklingar í sóttkví í kjölfar Covid-19 smits sem greindist á Austurlandi í gær. Vonast er til að með aðgerðum hafi verið dregið verulega úr líkum á útbreiðslu smits. Enn er óljóst hvernig einstaklingurinn smitaðist. Íbúar þurfa að fara með sérstakri gát meðan það er óstaðfest.

Lesa meira

Covid-19 smit staðfest á Fljótsdalshéraði

Covid-19 smit hefur verið staðfest á Austurland hjá einstaklingi sem tengist grunnskólunum í Fellabæ og Egilsstöðum. Skólahaldi hefur verið aflýst á báðum stöðum á morgun vegna þessa.

Lesa meira

Heita góðu samstarfi við Seyðfirðinga

Framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða segir fyrirtækið vonast eftir góðu samstarfi við íbúa Seyðisfjarðar um fyrirhugað eldi fyrirtækisins í firðinum. Íbúar hafa hrundið af stað undirskrifasöfnun til að mótmæla eldinu.

Lesa meira

„Eins og setja niður kartöflur í annarra garði“

Íbúar á Seyðisfirði hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla áformum um fiskeldi í firðinum. Forsprakki söfnunarinnar hefur áhyggjur af lífríki fjarðarins og ásýnd og telur samráð skorta um áformin.

Lesa meira

Litlar líkur taldar á að börn hafi smitast

Börn, sem fóru með skólabíl úr Eiða- og Hjaltastaðaþinghám í lok síðustu viku, eru komin í sóttkví eftir að bílstjóri þeirra greindist með Covid-19 smit. Litlar líkur eru taldar á að börnin hafi smitast af bílstjóranum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.