Bílstjórar sem keyra fyrir Sæti hópferðir, fyrirtækið sem sér um skólaakstur á Fljótsdalshéraði, eru nær allir komnir í sjálfskipaða sóttkví eftir að skólabílstjóri fyrirtækisins greindist með Covid-19 smit í gær. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir starfsmenn þess hafa lagt sig fram í sóttvörnum og vonast til að íbúar sýni erfiðum aðstæðum skilning.
Alls eru 37 einstaklingar í sóttkví í kjölfar Covid-19 smits sem greindist á Austurlandi í gær. Vonast er til að með aðgerðum hafi verið dregið verulega úr líkum á útbreiðslu smits. Enn er óljóst hvernig einstaklingurinn smitaðist. Íbúar þurfa að fara með sérstakri gát meðan það er óstaðfest.
Covid-19 smit hefur verið staðfest á Austurland hjá einstaklingi sem tengist grunnskólunum í Fellabæ og Egilsstöðum. Skólahaldi hefur verið aflýst á báðum stöðum á morgun vegna þessa.
Framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða segir fyrirtækið vonast eftir góðu samstarfi við íbúa Seyðisfjarðar um fyrirhugað eldi fyrirtækisins í firðinum. Íbúar hafa hrundið af stað undirskrifasöfnun til að mótmæla eldinu.
Íbúar á Seyðisfirði hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla áformum um fiskeldi í firðinum. Forsprakki söfnunarinnar hefur áhyggjur af lífríki fjarðarins og ásýnd og telur samráð skorta um áformin.
Rætur og þang er fyrsta ljóðabók Karlínu Friðbjargar Hólm sem búið hefur lengst af sinni ævi í Reykjavík er er hins vegar fædd og uppalin á Seyðisfirði.
Börn, sem fóru með skólabíl úr Eiða- og Hjaltastaðaþinghám í lok síðustu viku, eru komin í sóttkví eftir að bílstjóri þeirra greindist með Covid-19 smit. Litlar líkur eru taldar á að börnin hafi smitast af bílstjóranum.