Brynjar Árnason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hattar/Hugins í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Brynjar hefur verið aðstoðarþjálfari og fyrirliði liðsins síðustu tvö ár en á þess utan að baki yfir 200 leiki í meistaraflokki.
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps er ósátt við að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur ítrekað hafnað aðkomu að byggingu á þjónustuhúsi við Hengifoss. Finna þurfi lausn á málinu áður en ferðamannastraumur vex að nýju.
Þjálfarar í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfuknattleik hafa skorað á stjórnvöld að leyfa íþróttaæfingar keppnisfólks á ný með ströngum skilyrðum. Þjálfari Hattar telur skilning vanta á aðstæðum afreksfólks.
Á dögunum lagði bæjarráð Fjarðabyggðar fram bókun er varðaði auglýst starf Matvælastofnunar á sviði fiskeldismála. Þar var því mótmælt að umrætt starf væri auglýst með starfstöð á Egilsstöðum í stað þess að starfstöð viðkomandi væri á Austurlandi. Þykir það skjóta skökku við samkvæmt starfslýsingu að viðkomandi eigi að vera með aðstöðu þar sem ekkert fiskeldi er né verður.