Reyðarfjarðarlína, sauðfjárveikivarnagirðing sem skilur að Austfjarðahólf og Suðurfjarðahólf, er ekki fjárheld. Illa hefur gengið að fá fé til viðhalds undanfarin ár. Átak var gert í að laga girðinguna i sumar en enn er nokkurt verk óunnið.
Minningarathafnir verða í Neskaupstað og Breiðdalsvík á sunnudagskvöld til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Árvekniátak um umferðaröryggi verður um helgina.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar á Austurlandi hefur ákveðið að senda framvegis frá sér tilkynningar tvisvar í viku um stöðu Covid-19 faraldursins á svæðinu.
Fljótsdælingar hafa áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði í starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Jafnframt skora þeir á umhverfisráðherra að tryggja aukið fjármagn til þjóðgarðsins svo hægt sé að halda Snæfellsstofu opinni allt árið.
Sýningin „I don't know how to human in theater of nature“ eftir seyðfirsku listakonuna Lauru Tack opnar á efri hæð menningarmiðstöðvarinnar Sláturhússins á Egilsstöðum á morgun.