Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands bíður, eins og aðrir landsmenn, eftir nýjum reglum um samkomutakmarkanir. Núverandi reglur renna út um miðja næstu viku.
Verið er að undirbúa komu nýs og öflugs þurrkara í bræðsluna hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Kemur hann í staðinn fyrir þá tvo sem fyrir voru en þeir eru orðnir rúmlega 40 ára gamlir.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir Austfirðinga til áframhaldandi árvekni gagnvart Covid-19 veirunni því enn eru að koma upp smit í öðrum landshlutum.
Verulegra fjárfestinga er þörf á Egilsstaðaflugvelli vegna skorts á viðhaldi á undanförnum árum auk aðgerða svo flugvöllurinn standi undir kröfum sem gerðar eru til fyrsta varaflugvallar Keflavíkurflugvallar, t.d. varðandi flughlað, akstursbraut, yfirlögn á flugbraut og þjónustu.
Langur vegur virðist milli færustu vísindamanna mannkynssögunnar og fyrsta íslenska ráðherrans sem sagði af sér embætti. Leiðir þeirra liggja hins vegar saman í silfurbergsnámunni á Helgustöðum við utanverðan Reyðarfjörð. Sérfræðingur sem skoðað hefur sögu námunnar segir fáa staði á Íslandi jafn þýðingarmikla fyrir mannkynssöguna og hana.
Í gærdag var gleðidagur á leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík þegar nýtt húsnæði Leikskólans var tekið í notkun. Starfsemin hefur nú fengið aðstöðu í nýuppgerðum stofum í húsnæði grunnskólans á Breiðdalsvík.
Austfirðingarnir Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir, sem báðar sitja á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi, hafa hug á að bjóða sig aftur fram í þingkosningunum 25. september á næsta ári.