Allar fréttir

Full tilhlökkunar að opna loks á Austurlandi

Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafa í þrjú ár leitað eftir hentugu húsnæði til að opna verslun á Egilsstöðum. Það bauðst loks í byrjun árs og verslunin verður opnuð á hádegi á morgun.

Lesa meira

Klæðning komin á Vatnsskarð

Lokið var við að setja klæðningu á veginn fyrir Vatnsskarð eystra á þriðjudagskvöld. Borgarfjarðarvegur hefur fengið verulega andlitslyftingu síðustu tvö ár og stefnan er að halda áfram.

Lesa meira

Vegir almennt greiðfærir á Austurlandi

Þrátt fyrir gula veðurviðvörun á Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum eru vegir almennt greiðfærir í þessum landshlutum. Ekki er vitað um nein óhöpp í gærkvöldi og nótt.

Lesa meira

Starfsmannahátíðir og veislur aftur mögulegar á Austurlandi

Til stendur að létta á sóttvarnatakmörkunum vegna COVID á næstunni. Meðal annars verði tekin upp eins metra regla í stað tveggja og fjöldi á hópsamkomum hækkaður úr 100 í 200 manns. Hóteleigendur á Austurlandi sem leigt hafa út salarkynni sín undir veislur og starfsmannahátíðir eru að endurmeta stöðu sína í ljósi þessa. Búið var að blása allt þetta veisluhald af í vetur.

Lesa meira

Veðurviðvörun lækkar í gult fyrir hádegi á Austurlandi

Því er spáð að veðrið sem nú geisar á Austurlandi og Austfjörðum muni ganga niður síðdegis í dag. Veðurviðvörun mun lækka úr appelsínugulu og í gult á Austurlandi að Glettingi fyrir hádegi, að því er segir á vefsíðu Veðurstofunnar.

Lesa meira

Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar snjókomu

Ríkislögreglustjóri hefur, meðal annars í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er í kvöld. Sérstakar áhyggjur eru af sauðfé á fjöllum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.