Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafa í þrjú ár leitað eftir hentugu húsnæði til að opna verslun á Egilsstöðum. Það bauðst loks í byrjun árs og verslunin verður opnuð á hádegi á morgun.
Síldarvinnslan hefur ráðið fimm nýja stjórnendur til starfa. Þetta kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins. Einn þeirra sem lætur af störfum er Gunnar Sverrisson eftir 47 ára starfsferil.
Lokið var við að setja klæðningu á veginn fyrir Vatnsskarð eystra á þriðjudagskvöld. Borgarfjarðarvegur hefur fengið verulega andlitslyftingu síðustu tvö ár og stefnan er að halda áfram.
Þrátt fyrir gula veðurviðvörun á Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum eru vegir almennt greiðfærir í þessum landshlutum. Ekki er vitað um nein óhöpp í gærkvöldi og nótt.
Til stendur að létta á sóttvarnatakmörkunum vegna COVID á næstunni. Meðal annars verði tekin upp eins metra regla í stað tveggja og fjöldi á hópsamkomum hækkaður úr 100 í 200 manns. Hóteleigendur á Austurlandi sem leigt hafa út salarkynni sín undir veislur og starfsmannahátíðir eru að endurmeta stöðu sína í ljósi þessa. Búið var að blása allt þetta veisluhald af í vetur.
Því er spáð að veðrið sem nú geisar á Austurlandi og Austfjörðum muni ganga niður síðdegis í dag. Veðurviðvörun mun lækka úr appelsínugulu og í gult á Austurlandi að Glettingi fyrir hádegi, að því er segir á vefsíðu Veðurstofunnar.
Ríkislögreglustjóri hefur, meðal annars í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er í kvöld. Sérstakar áhyggjur eru af sauðfé á fjöllum.