Orkumálinn 2024

Klæðning komin á Vatnsskarð

Lokið var við að setja klæðningu á veginn fyrir Vatnsskarð eystra á þriðjudagskvöld. Borgarfjarðarvegur hefur fengið verulega andlitslyftingu síðustu tvö ár og stefnan er að halda áfram.

„Það er erfiðra að leggja klæðningu á og ganga frá í svona miklum bratta en þetta gekk ágætlega,“ segir Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Reyðarfirði.

Vegurinn yfir Vatnsskarð eystra, frá Unaósi á Fljótsdalshéraði að Njarðvíkur, er 8,8 km. Lagt var á um 2,5 km í fyrra en þá var líka lokið við endurbætur í Njarðvíkurskriðum.

Nú var lokið við afganginn. Framundan er lokafrágangur á svæðinu, svo sem á námum en búið er að ganga frá umhverfi vegarins að mestu. Verktakinn er Héraðsverk.

Sveinn segir að nýi vegurinn verði mikil bót. „Það hafa ákveðnir kaflar orðið mjög leiðinlegir á haustin og þegar umferð hefur verið mikil í rigningartíð á sumrin, til dæmis í kringum Bræðsluna. Síðan hafa verið kaflar í Njarðvíkurskriðunum þar sem vatnið hefur ekki náð að renna út. Þetta léttir lífið fyrir okkur öll.“

Enn er 15 km malarkafli á Borgarfjarðarvegi, frá Eiðum að Laufási í Hjaltastaðaþinghá. Stefnt er á að bjóða það verk út næsta vor, framkvæmdir hefjist í kjölfarið og vegurinn verði tilbúinn haustið 2022.

Frá vegagerð í Njarðvík.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.