Um helgina og þar til í gærdag var skipað út rúmum 4900 tonnum af fiskimjöli frá fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Verðmætið nam vel yfir milljarði kr.
Göngur eru hafnar á Austurlandi og standa meir og minna út mánuðinn. Göngur og réttir geta orðið „svolítið púsluspil“ í ár að sögn fjallskilastjóra vegna sóttvarnareglna af völdum COVID.
Haldið er upp á það í dag að 100 ár eru liðin síðan Sparisjóður Norðfjarðar, sem frá árinu 2015 hefur borið heitið Sparisjóður Austurlands, hóf starfsemi. Hann er einn fjögurra sparisjóða sem eftir eru í landinu en þeir urðu flestur rúmlega 60 talsins um 1960.
Enn sem komið er hafa sláturhúsin ekki gefið út afurðaverð til sauðfjárbænda á þessari sláturtíð en smærri sláturhús hafa þegar hafist handa við að slátra. Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS) segir að það geti verið allt að ein vika í að verðið verði gefið út.
Gangi markmið samgönguáætlunar fyrir árabilið 2020 til 2024 eftir mun einbreiðum brúm á Austurlandi fækka um sex, þar af eru fjórar á hringveginum. Yfir helmingur allra brúa í þjóðvegakerfinu eru einbreiðar.
Umferðin um Hringveginn í ágúst minnkaði langmest á Austurlandi eða um rúmlega 27% miðað við sama mánuð í fyrra. Raunar hefur umferð um Hringveginn um landið í heild í ágúst ekki minnkað jafnmikið síðan að mælingar hófust.