Allar fréttir
Framboð og nýting hótelherbergja minnkaði minnst á Austurlandi
Austurland varð fyrir minnstum skakkaföllum á landsvísu þegar skoðaðar eru tölur Hagstofunnar um framboð og nýtingu hótelherbergja í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var aðeins 7.5% á Austurlandi. Mestur varð hann á Suðurnesjum eða 59,4%.Engin Hollywoodstjarna hefur látið sjá sig í Stuðlagili
Hollywoodstjarnan Will Smith hefur ekki sést enn sem komið er í Stuðlagili eins og fregnir hafa verið um. Raunar telur fólk þar mjög ólíklegt að stjarnan muni láta sjá sig.Erum í betri stöðu en margir aðrir
Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segir að þeir séu í betri stöðu en mörg önnur sveitarfélög á landinu, sérstaklega á Suðurnesjunum. Það sé þó samdráttur og fyrirsjáanlegt atvinnuleysi í ferðamannageiranum á Fljótsdalshéraði eins og allsstaðar annarsstaðar.Munar um hverja krónu fyrir sveitarfélögin
Gauti Jóhannesson sveitarstjóri á Djúpavogi segir að það muni um hverja krónu sem sveitarfélögin geti fengið frá hinu opinbera. Eins og fram hefur komið í fréttum um helgina er talið að sveitarfélögin í landinu í heild þurfi um 33 milljarða kr. til að bæta upp tekjumissinn sem orðið hefur vegna COVID.Tíðindalaus helgi hjá lögreglunni á Austurlandi
Helgin var tíðindalaus hjá lögreglunni á Austurlandi. Engin sérstök mál komu upp sem fréttnæm teljast.