Allar fréttir

Heimsendingar endurvaktar í heimsfaraldri

Austfirskir veitingastaðir hafa tekið upp heimsendingar til að bregðast við takmörkunum vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar. Rekstrarstjóri flatbökustaðarins Asks á Egilsstöðum segir heimsendingarnar bjargráð fyrir staðinn en viðskiptavinir hafi tekið þeim vel.

Lesa meira

Gáfu 660.000 krónur til Uppsala

Hjúkrunarheimilið Uppsalir á Fáskrúðsfirði fékk rausnarlega gjöf frá félögum í Spinning- og stöðvaþjálfun á Fáskrúðsfirði. Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem að félagsskapurinn hrinti af stað.

Lesa meira

Unnið að því að rekja smitið

Smitvarnateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að rekja ferðir einstaklings sem greindur var með covid-19 veiruna á Austurlandi í morgun.

Lesa meira

Ágóðinn af fermingarskeytunum nýttur til góðs

Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað var stofnað árið 1907 og er tilgangur þess að styðja við velferðamál í þágu bæjarins. Elsta fjáröflunarleið þeirra er sala á fermingarskeytum. En vegna Covid-19 faraldursins verður ekkert skeytunum í vor en Kvenfélagið mun fara af stað með þau þegar nær dregur fermingum í haust.

Lesa meira

Vara við snjósöfnun undir raflínum

Rarik varar útivistarfólk við að mikill snjór hefur safnast undir Borgarfjarðarlínum, sem liggur frá Fljótsdalshéraði yfir til Borgarfjarðar eystra.

Lesa meira

Fjórtán starfsmenn HSA í sóttkví

Fjórtán starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafa verið settir í sóttkví eftir að í ljós kom að starfsmaður hennar væri smitaður af covid-19 veirunni. Forstjóri stofnunarinnar segir hana vel undirbúna og öryggi hennar veikustu skjólstæðinga tryggt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.