Borgfirðingurinn Guðfnna Jakobsdóttir Hjarðar er matgæðingur vikunnar. Hún er búsett á Akureyri og starfar á leikskólanum Kiðagili. Henni finnst besta að nota uppskriftabækur sem innblástur fyrir eigin matargerð og fer sjaldnast nákvæmlega eftir þeim.
Ekkert varð úr öskudeginum í Neskaupstað í vegna veðurs. Sást vart milli hús í neðri hluta bæjarins, vegna hríðar, þar sem börnin hefðu gengið um milli fyrirtækja og sungið fyrir sælgæti. Skólayfirvöld brugðu á það ráð að fresta deginum um einn dag.
Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakallivakti vakti athygli síðustu jól þegar hann sjálfur söng Ó helga nótt. Hann lét ekki þar við sitja og kom öllum á óvart og söng í lokaatriði Kommablótsins í Neskaupstað við mikinn fögnuð viðstaddra.
Seyðfirðingar hafa sumir hverjir vaknað upp með andfælum eftir að hafa fengið SMS-skilaboð frá almannavörnum með leiðbeiningum til ferðalanga til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Ekki er talin hætta á að einstaklingar án einkenna kórónaveiru geti smitað aðra. Þess vegna sé ekki undarlegt að setja fólk í heimasóttkví þótt það hafi farið í gegnum nokkra viðkomustaði á leið heim til sín af svæði þar sem veiran hefur breiðst út. Leitað er að samferðafólki hjóna frá Egilsstöðum sem sett voru í heimasóttkví í gær.
Stjórnendur Grunnskóla Reyðarfjarðar hafna því að þeir hafi ekki framfylgt fyrirmælum frá fræðslunefnd Fjarðabyggðar frá í haust um að undirbúa akstur grunnskólabarna í skólasund í nágrannabyggðum. Þeir hafi brugðist við um leið og ljóst varð að ekki yrði hægt að kenna sund á Reyðarfirði í vor.
Austurland Freeride Festival er nýtt ný fjallaskíða - og brettahátið sem hefst á morgun, fimmtudagin 27. febrúar og steldur til sunnudagsins 1. mars. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði en aðalviðburðurinn, Skörðin tvö, eru aðeins fyrir vant fjallaskíðafólk.