Allar fréttir

Eldhúsyfirheyrslan: Uppskriftir veita mér innblástur.

Borgfirðingurinn Guðfnna Jakobsdóttir Hjarðar er matgæðingur vikunnar. Hún er búsett á Akureyri og starfar á leikskólanum Kiðagili. Henni finnst besta að nota uppskriftabækur sem innblástur fyrir eigin matargerð og fer sjaldnast nákvæmlega eftir þeim.

Lesa meira

Viðrar vel til öskudags í dag

Ekkert varð úr öskudeginum í Neskaupstað í vegna veðurs. Sást vart milli hús í neðri hluta bæjarins, vegna hríðar, þar sem börnin hefðu gengið um milli fyrirtækja og sungið fyrir sælgæti. Skólayfirvöld brugðu á það ráð að fresta deginum um einn dag.

Lesa meira

„Ég er mikið fyrir svona fimmtán sekúndna frægð“

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakallivakti vakti athygli síðustu jól þegar hann sjálfur söng Ó helga nótt. Hann lét ekki þar við sitja og kom öllum á óvart og söng í lokaatriði Kommablótsins í Neskaupstað við mikinn fögnuð viðstaddra.

Lesa meira

Ekki talið að einkennalausir geti smitað aðra af kórónaveiru

Ekki er talin hætta á að einstaklingar án einkenna kórónaveiru geti smitað aðra. Þess vegna sé ekki undarlegt að setja fólk í heimasóttkví þótt það hafi farið í gegnum nokkra viðkomustaði á leið heim til sín af svæði þar sem veiran hefur breiðst út. Leitað er að samferðafólki hjóna frá Egilsstöðum sem sett voru í heimasóttkví í gær.

Lesa meira

Hafna því að hafa hundsað tilmæli bæjaryfirvalda

Stjórnendur Grunnskóla Reyðarfjarðar hafna því að þeir hafi ekki framfylgt fyrirmælum frá fræðslunefnd Fjarðabyggðar frá í haust um að undirbúa akstur grunnskólabarna í skólasund í nágrannabyggðum. Þeir hafi brugðist við um leið og ljóst varð að ekki yrði hægt að kenna sund á Reyðarfirði í vor.

Lesa meira

„Hugmyndafræðin í stíl við gönguvikuna okkar vinsælu“

Austurland Freeride Festival er nýtt ný fjallaskíða - og brettahátið sem hefst á morgun, fimmtudagin 27. febrúar og steldur til sunnudagsins 1. mars. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði en aðalviðburðurinn, Skörðin tvö, eru aðeins fyrir vant fjallaskíðafólk.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.